Huggulegir þættir þar sem snjómaðurinn les úr sínum uppáhaldsbókum fyrir litlu mýsnar í bókabúðinni.
Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt.
Hressir teiknimyndaþættir um ævintýri sjóræningjanna í Daufhöfn og Matthildi vinkonu þeirra. Byggðir á samnefndum bókum í þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar.
Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Húsálfurinn Bolli, sem býr á skrifborði hins 11 ára gamla Bjarma, fær óvæntan herbergisfélaga þegar skólaálfurinn Bjalla smyglar sér heim í pennaveskinu. Bolli og Bjalla ákveða að búa til skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar. Í þættinum eru það krakkarnir sem slá í gegn, hvort sem það er í spurningakeppninni Frímó, við bakstur eða með ofursvala bílskúrsbandinu Stundin rokkar.
Í þessum þætti uppgötvar Bjalla besta og versta tæki í heiminum, símann hans Bjarma. Bílskúrshljómsveitin í Stundinni rokkar, sem fær nafnið Gulu kettirnir, fræða okkur um tónlistarorð og hefjast handa við að semja frumsamið lag.
Í Frímó mætast svo liðin UMFA og Gúrkurnar, sem keppa í þrautunum Dósadáð og Hleypa af stokkum
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Anja Sæberg og Bjarni Kristbjörnsson
Húllumhæ í kvöld er tileinkað listsköpun unga fólksins. Við heyrum viðtal við Ástu Sif Hinriksdóttur, 11 ára tónskáld í tónlistarverkefninu Upptakturinn og heyrum sjálft tónverkið hennar, Um litla bróður. Árni Beinteinn fer líka á stúfana og kynnir okkur fyrir sigurvegurunum þremur í ljóðasamkeppni grunnskólanna, Ljóðaflóði.
Umsjón:
Iðunn Ösp Hlynsdóttir
Árni Beinteinn Árnason
Fram komu:
Árni Beinteinn Árnason
Ásta Sif Hinriksdóttir
Þórarinn Hauksson
Sóldís Perla Marteinsdóttir
Embla Bachmann
Handrit og framleiðsla:
Jóhannes Ólafsson
Þáttaröð frá 2015 úr smiðju Ævars vísindamanns. Í þessari þáttaröð leggur Ævar allt undir. Laufblásara-knúin svifbretti, segulskór og skordýrahamborgari eru bara nokkrar af þeim æsispennandi tilraunum sem koma fyrir. Dagskrárgerð: Ævar Þór Benediktsson og Eggert Gunnarsson
Í þessum þætti ætlar Ævar að skoða orku. Við notum laufblásara til að búa til svifbretti, vísindamaður dagsins er Niels Bohr sem kom að þróun kjarnorkusprengjunnar, Sprengju-gengið mætir á svæðið, heimsækjum Orkuverið Jörð og skoðum dýr í útrýmingarhættu.
Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.
Kosningar 2021. Það eru skiptar skoðanir um réttmæti þess að leyfa olíu- og gasleit á íslensku efnahagssvæði og mikið ber í milli. Fulltrúar flokkanna lýsa afstöðu sinni til spurningarinnar um hvort þeir muni beita sér fyrir banni við olíu- og gasleit og Sævar Helgi rýnir í svörin með Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.
Valdimar Róbertsson er átta ára útvarpsmaður sem hefur gert hlaðvarpsþætti fyrir börn sem eiga foreldri með krabbamein. Rætt er við hann og pabba hans, Róbert Jóhannsson. Einnig er fumfjöllun um Dísellu Lárusdóttur óperusöngkonu sem hlaut nýverið tilnefningu til Grammy-verðlauna ásamt hópi Metropolitan óperunnar.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Útsendingar frá árlegu alþjóðlegu íþróttamóti í Reykjavík.
Bein útsending frá keppni í júdó á Reykjavíkurleikunum.
Hljómsveit norska ríkisútvarpsins leikur úr sinfóníu nr. 1 Vetrardraumum Tsjaíkovskís.
Þau elska mæður sínar, en þeim liggur ýmislegt á hjarta sem þau hafa ekki haft orð á fyrr en nú. Norskir þættir þar sem fólk ræðir við mæður sínar og fær svör við stórum spurningum.
Smiðurinn Oskar Boström sýnir skemmtilega og hagnýta smíði. Hann sýnir hvernig hægt er að smíða húsgögn, til dæmis borðstofuborð, bekk og trékassa.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Gamanmynd fyrir alla fjölskylduna frá 2020 um drenginn Peter sem neyðist til að láta svefnherbergið sitt eftir þegar afi hans flytur inn á heimilið. Peter er þó allt annað en sáttur með þessa tilhögun og ákveður að segja afa sínum stríð á hendur í von um að vinna herbergið aftur. Leikstjóri: Tim Hill. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Uma Thurman og Oakes Fegley.
Kvikmynd frá 2016 með Matthew McConaughey í aðalhlutverki. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá Kenny Wells, misheppnuðum viðskiptamanni sem dreymir um skjótfenginn auð. Hann fær jarðfræðinginn Michael Acosta til liðs við sig og saman halda þeir til Indónesíu í leit að gulli. Leikstjóri: Stephen Gaghan.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.