18:01
Stundin okkar 2021: Bolli og Bjalla
Síminn, frumsamið lag og dósadáð
Stundin okkar 2021: Bolli og Bjalla

Húsálfurinn Bolli, sem býr á skrifborði hins 11 ára gamla Bjarma, fær óvæntan herbergisfélaga þegar skólaálfurinn Bjalla smyglar sér heim í pennaveskinu. Bolli og Bjalla ákveða að búa til skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar. Í þættinum eru það krakkarnir sem slá í gegn, hvort sem það er í spurningakeppninni Frímó, við bakstur eða með ofursvala bílskúrsbandinu Stundin rokkar.

Í þessum þætti uppgötvar Bjalla besta og versta tæki í heiminum, símann hans Bjarma. Bílskúrshljómsveitin í Stundinni rokkar, sem fær nafnið Gulu kettirnir, fræða okkur um tónlistarorð og hefjast handa við að semja frumsamið lag.

Í Frímó mætast svo liðin UMFA og Gúrkurnar, sem keppa í þrautunum Dósadáð og Hleypa af stokkum

Var aðgengilegt til 23. janúar 2023.
Lengd: 29 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,