19:50
Hvunndagshetjur
Örvar og Gréta
Hvunndagshetjur

Íslensk heimildarþáttaröð þar sem við heyrum einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja einstaklinga sem hafa lagt sig fram við að bæta og efla samfélagið á jákvæðan hátt. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Í þættinum hittum við Örvar Þór Guðmundsson sem hefur safnað tugum milljóna til hjálpar bágstöddum á undanförnum árum. Við kynnumst einnig Margréti Brandsdóttur sem hefur, með einstökum metnaði og gleði, eflt unga iðkendur í Knattspyrnufélaginu FH.

Var aðgengilegt til 14. maí 2022.
Lengd: 29 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,