11:35
Taka tvö II
Róbert Douglas
Taka tvö II

Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem að baki þeim liggja.

Róbert lagði stund á fjölmiðlafræðinám á Norður-Írlandi þaðan sem hann er að hálfu ættaður. Áður en hann hóf að gera bíómyndir hafði hann ár eftir ár verið verðlaunaður á Stuttmyndahátíð Reykjavíkur, meðal annars fyrir myndina Ísland er draumurinn. Sú mynd varð síðan nokkurs konar tilhlaup að fyrstu bíómynd Róberts, Íslenska draumnum, sem frumsýnd var árið 2000 og varð afar vinsæl. Önnur bíómynd Róberts er Maður eins og ég frá árinu 2002. 2004 sendi hann frá sér heimildamyndina Mjóddin – slá í gegn sem vakti athygli á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum fyrir skemmtileg efnistök. Nýjasta bíómynd Róberts er gamanmyndin Strákarnir okkar sem frumsýnd var í fyrrahaust.

Var aðgengilegt til 22. september 2021.
Lengd: 46 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,