Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt.
Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti stjórna Tinna og Linda æsispennandi keppni tveggja liða í Frímó. Þar er keppt í þrautunum Fílabraut og Vandamál. Í Jógastundinni sýna Finnbogi Jökull og Oddur Bragi fjörugar jógaæfingar. Í Víkingaþrautinni keppa krakkarnir í ljóðaflutningi og rímnaflæði.
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Iðunn Ösp Hlynsdóttir og Árni Beinteinn.
Í Húllumhæ í dag: Nei sko! - Af hverju sofum við?, Gosi í Borgarleikhúsinu, furðulegar leiðir til að nýta handrit í Miðaldafréttum, Gugusar í Upptaktinum og undirbúningur fyrir Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkurborgar. Í lokin heyrum við líka af nýjum og fróðlegum þáttum um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Þáttastjórnandi:
Iðunn Ösp Hlynsdóttir
Fram komu:
Sævar Helgi Bragason
Árni Þór Lárusson
Snorri Másson
Jakob Birgisson
Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir
Katla Njálsdóttir
Handrit og framleiðsla:
Sigyn Blöndal og Jóhannes Ólafsson
Stjörnustríð er skemmtiþáttur í anda Gettu betur þar sem þekkt andlit úr sögu þáttanna: Spyrlar, spurningahöfundar, stigaverðir og keppendur snúa aftur auk keppnisliða úr óvæntum áttum. Þau hafa engu gleymt, nema svörunum! Umsjónarmaður og dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Dagskrárgerð: Ragnar Eyþórsson. Framleiðsla: RÚV.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir Vikunnar að þessu sinni eru Héðinn Unnsteinsson, Óskar Jónsson leikstjóri og tónlistarkonan Emilíana Torrini, sem lokaði einnig þættinum með titillaginu úr leikritinu Vertu úlfur sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir.
Gísli Marteinn fór yfir Fréttir Vikunnar og Berglind Festival kynnti sér dagleg störf í töfrageiranum.
Sænskir þættir þar sem þáttarstjórnendurnir Kattis Ahlström og Niklas Källner leita uppi fólk sem á rétt á arfi en veit ekki af því.
Þau elska mæður sínar, en þeim liggur ýmislegt á hjarta sem þau hafa ekki haft orð á fyrr en nú. Norskir þættir þar sem fólk ræðir við mæður sínar og fær svör við stórum spurningum.
Útsendingar frá árlegu alþjóðlegu íþróttamóti í Reykjavík.
Bein útsending frá keppni í júdó á Reykjavíkurleikunum.
Sígildir breskir gamanþættir frá árunum 1990-1995 um ævintýri hins seinheppna herra Bean. Aðalhlutverk: Rowan Atkinson.
Sígildir breskar teiknimyndir um ævintýri hins seinheppna herra Bean.
Norskir þættir þar sem fylgst er með dýralæknum að störfum.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Samgönguminjasafnið í Stóragerði í Skagafriði er bíla- og vélasafn með yfir 400 faratæki allt frá árinu 1909 fram til 2003. Eigendur safnsins eru Gunnar Kr. Þórðarson og Sólveig Jónasdóttir. Gunnar hefur frá unga aldri safnað stórum hluta sýningargripanna og gert þá upp. Nú eru til sýnis á safninu yfir eitt hundrað safngripir.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Matthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins.
Í þessum fimmta þætti Tónatals spjallar tónlistarkonan Lay Low Matthías um söngferilinn sem hún vefur saman með nokkrum af helstu lögum hennar í bland við áhrifavalda Lay Low.
Umsjón: Matthías Már Magnússon.