Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Íslensk heimildarmynd um þríbura. Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long Jónsson eiga von á þríburum. Fyrir eiga þau rúmlega ársgamlan dreng. Við fáum að vera fluga á vegg í lífi fjölskyldunnar sem tekst á við margvíslegar áskoranir og fær óvæntan bónusglaðning í miðri á. Við skyggnumst líka inn í líf þríbura á öllum aldri, sjáum skemmtileg myndskeið og veltum fyrir okkur hvernig sé að alast upp sem þríburi.
Íslensk heimildarmynd í tveimur hlutum um Friðrik Ólafsson, fremsta skákmann sem Ísland hefur af sér alið. Hann varð fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák árið 1958 og var forseti Alþjóðaskáksambandsins 1978-1982. Dagskrárgerð: Jón Þór Hannesson. Framleiðsla: Republik.
Ný íslensk þáttaröð þar sem Jóhann Kristófer Stefánsson kynnir sér fjölbreytta flóru íslenskra sviðslista. Leikstjóri: Gagga Jónsdóttir. Framleiðsla: 101 Productions.
Jóhann Kristófer hittir danshöfund sem finnst að allir geti dansað og dansara sem gæti ekki lifað án dansins. Auk þess forvitnast hann um hvað tekur við eftir útskrift úr háskólanámi í samtímasirkus.
Ný íslensk heimildarmynd um tónlistarkonuna Ellen Kristjánsdóttur þar sem við kynnumst uppvexti hennar, fjölskyldu, lífi og list. Við fylgjum Ellen eftir þegar hún heimsækir bernskuslóðir sínar í Kaliforníu í Bandaríkjunum og gerir upp fortíðina ásamt fjölskyldu sinni. Leikstjóri: Anna Dís Ólafsdóttir. Framleiðsla: Lamina Pictures.
Tólfta þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Kvikmynd frá 2013 um Johönnu Parry, uppburðarlitla konu sem tekur að sér starf sem heimilishjálp fyrir aldraðan mann og barnabarn hans, unglingsstúlkuna Sabithu sem býr hjá honum. Sabitha tekur upp á að skrifa Johönnu fölsuð ástarbréf í nafni föður síns og í kjölfarið fer óvænt atburðarás af stað. Leikstjóri: Liza Johnson. Aðalhlutverk: Kristen Wiig, Guy Pearce og Hailee Steinfeld.
Hringur er ísbjörn sem kom á ísjaka alla leið frá Norðurpólnum til að fara til læknis. Hann lendir í ýmsum ævintýrum hér með vinkonu sinni, Hönnu lækni, og eignast fleiri góða vini.
Hringur er ísbjörn sem kom á ísjaka alla leið frá norðurpólnum til að fara til læknis. Hann lendir í ýmsum ævintýrum hér með vinkonu sinni Hönnu lækni og kynnist fleiri góðum vinum. Að þessu sinni datt Hringur á hausinn í Ísbúð Hannesar og man ekki einu sinni hvað hann heitir þegar hann rambaði inn á spítalann hjá Hönnu lækni, en hún kemur honum í lag. Hann fær dúkku að launum. Þegar Hringur er búinn að ná sér stelst hann til að kaupa ís fyrir sig og Elínu, brúðuna sína. Handrit: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir. Hringur: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Hanna: Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Afgreiðslukona: Björgvin Franz Gíslason