Veður

Vegurinn um Öxnadalsheiði opinn að nýju

Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði, sem hefur verið lokaður frá því í morgun. Þar er snjóþekja og skafrenningur, en talsvert hefur lægt. Mest ná vindhviður nú styrk upp á 21 metra á sekúndu. Enn er nokkuð hvasst víða um land og hefur talsvert...
24.03.2017 - 15:08

Flug liggur niðri og Öxnadalsheiði ófær

Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs, en mjög hvasst er bæði á Norðurlandi,Austurlandi og hálendinu. Nú í hádeginu verður athugað hvort Flugfélag Íslands geti flogið til Akureyrar og Egilsstaða í dag, en ljóst er að ekki verður flogið...
24.03.2017 - 11:52

Víða leiðindaveður fram á sunnudag

Suðvestan stormurinn sem geisaði á landinu í gærkvöldi og í nótt er í rénum þegar lægðin sem honum olli fer norður á bóginn og fjarlægist, segir í hugleiðingum veðurfræðings í morgunsárið. Þegar vindhraði hefur náð þetta hátt er löng leið fyrir hann...
24.03.2017 - 07:03

Hvasst á landinu fram á laugardag

Stormur er á landinu í kvöld og gerir Veðurstofan ráð fyrir að það verði hvasst í veðri eða stormur fram á laugardag. Sunnudagurinn líti betur út og horfur á veðurblíðu í byrjun næstu viku.
23.03.2017 - 20:52

Heimskautaísinn hverfur

Nýjar gervihnattamyndir sýna að vetrarís á Norður-Pólnum er sá minnsti frá upphafi mælinga, þriðja veturinn í röð. Lagnaðarís hefur minnkað vegna hærri lofthita af völdum loftslagsbreytinga. Vísindamenn vara við alvarlegum afleiðingum þessa, öfgum í...
23.03.2017 - 18:44

Loftslagsbreytingar raska vorkomunni

Vorjafndægur var í vikunni og þá er vorið komið samkvæmt almanakinu. Farfuglar, fiðrildi og fagrir vorlaukar hafa markað vorið á norðurhveli, en hefðbundinn komutími vorsins er nú sveipaður óvissu vegna loftslagsbreytinga.
23.03.2017 - 16:13

Hvassviðri eða stormur næstu sólarhringa

Frá deginum í dag til laugardags er útlit fyrir að lengst af verði hvassviðri eða stormur á landinu, segir í hugleiðingu veðurfræðings. Á skiptast sunnanátt með rigningu og hlýindum annars vegar og hins vegar svalari suðvestanátt með éljum eða...
23.03.2017 - 06:49

Kalt og milt í dag en hvasst í framhaldinu

Nokkuð kalt verður á landinu í dag, einkum norðantil, á Vestfjörðum, Austfjörðum og inn til landsins. Spáð er allt að átta gráðu frosti seinni partinn og í kvöld bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Mildara verður sunnantil, en hiti þó hvergi mikið...
22.03.2017 - 08:43

Meinlaust vetrarveður í dag og á morgun

Í dag og á morgun verður meinlaust vetrarveður á landinu. Vindur nær sér ekki á strik og verður undantekningarlítið minni en 10 m/s. Á öllu landinu mun verða vart við dálítil él á einhverjum tímapunkti.
21.03.2017 - 07:02

Neyðarástand í Perú vegna flóða

Tugir manna hafa látist í höfuðborg Perú vegna flóða og aurskriða. Valdimar Thor Hrafnkelsson, sem býr í höfuðborginni Lima segir að vatnsflaumurinn í borginni sé eins og beljandi jökulfljót og að elstu menn muni ekki eftir öðru eins neyðarástandi.
18.03.2017 - 21:54

Mannskæð flóð í Perú - myndskeið

Að minnsta kosti 65 hafa látið lífið í Perú það sem af er ári vegna óveðurs. Gríðarleg rigning hefur barið á landsmönnum, einkum í norðurhluta landsins. Skyndiflóð hafa sett allt úr skorðum í höfuðborginni Lima.
18.03.2017 - 12:59

Norðaustan og austanátt í dag og frekar kalt

Það verður norðaustan og norðanátt á landinu í dag, 5 til 15 metrar á sekúndu og hvassast syðst, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Frost verður á bilinu 0 til 10 stig, kaldast inn til landins norðan til. Á morgun á að draga úr frosti og víða verður...
17.03.2017 - 06:13

Vetrarveður í kortunum

Ákveðin norðanátt verður í dag með snjókomu og síðar éljum norðan og austantil á landinu, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hiti verður í kringum frostmark í dag. Hægari vindur verður á morgun og dálítin snjókoma sunnanlands,...
16.03.2017 - 06:45

7.600 flugferðum aflýst í Bandaríkjunum

Meira en 7.600 flugferðum hefur verið aflýst í Bandaríkjunum í dag vegna vonskuveðurs. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fimm ríkjum - New York, New Jersey, Pennsylvaníu, Maryland og Virginíu. Mikil snjókoma er allt vestur til Chicago og...
14.03.2017 - 12:32

Lægð nálgast landið í dag

Lægð nálgast landið úr suðvestri í dag með stífri austanátt og slyddu eða rigningu sunnan- og vestanlands síðdegis, en snjókomu norðantil í kvöld. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
13.03.2017 - 06:22