Veður

Syntu í snjónum

Fannfergið í höfuðborginni var mörgum til vandræða í gær, en unga kynslóðin virtist aftur á móti almennt hafa gaman af snjónum, eftir óvenju snjóléttan vetur.
27.02.2017 - 13:50

Áframhaldandi kuldi: Varað við snjóhengjum

Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks á höfuðborgarsvæðinu að huga að grýlukertum og snjóhengjum er lafa fram af húsþökum en af þeim getur stafað mikil hætta.
27.02.2017 - 13:12

Þungfært víða

Þungfært er víða vegna mikils fannfergis og fólk er beðið um að fara varlega í umferðinni í morgunsárið. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og Sandsskeiði en á Suðurlandi er all víða nokkur hálka eða snjóþekja.
27.02.2017 - 07:46

Senda farþegaþotu til að vinna upp tafir

Flugfélag Íslands skipti út Bombardier farþegaflugvél fyrir Boeing 757 farþegaþotu í síðasta flugi dagsins milli Reykjavíkur og Akureyrar. Flug fór úr skorðum framan af degi vegna snjókomu og veðurs. Eftir að rofaði til þurfti að vinna upp tafirnar...
26.02.2017 - 20:01

Frost næstu nætur

Spáð er stilltu veðri - og hitastigi um og undir frosmarki næstu daga og segir slökkviliðið að ekki þurfi að hafa áhyggjur af niðurföllum eða snjó á þökum sökum bráðnunar á næstunni. Hins vegar beri að hafa varann á við hús með hallandi, eða bröttum...
26.02.2017 - 18:28

Ofreyndu sig við snjómokstur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þurft að sinna nokkrum útköllum í dag vegna fólks sem hefur ofreynt sig í snjómokstri. Venjulegir sjúkraflutningar hafa gengið vel þrátt fyrir ófærð og slökkviliðið vill koma á framfæri þakklæti til almennings...
26.02.2017 - 16:08

Kyrrð og ró í vetrarríkinu - Myndskeið

Það hægist á mannlífinu í vetrarríkinu sem tekið hefur völdin á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu. Þór Ægisson og Kristinn Þeyr Magnússon tökumenn voru á ferðinni í morgun og mynduðu unga jafnt sem aldna. Börn nýttu sér tækifærið til...
26.02.2017 - 14:32

Strætó byrjaður að ganga á ný

Strætó er byrjaður að ganga aftur á höfuðborgarsvæðinu. Fólk getur þó búist við því að umferðin verði hægari og þyngri en vanalegt er. Ferðaþjónusta fatlaðara á höfuðborgarsvæðinu hefur legið niðri í dag vegna ófærðar. Ferðaþjónustan hyggst koma...
26.02.2017 - 14:07

Fullorðnir moka en börnin leika sér -myndskeið

Fannfergið á höfuðborgarsvæðinu hefur líkast til ekki farið fram hjá þeim sem þar búa, en þetta er mesta snjódýpt sem mælst hefur í áratugi.
26.02.2017 - 11:59

Ná ekki að ryðja húsagötur í dag

35 ruðningstæki eru að störfum á höfuðborgarsvæðinu og verður áhersla lögð á stofnbrautir og strætóleiðir. Ekki verður farið í að ryðja húsagötur í dag miðað við ástandið núna, samkvæmt Rögnvaldi Ólafssyni hjá samhæfingarmiðstöð lögreglu og...
26.02.2017 - 11:35

Heavy snow in Reykjavík and its surroundings

Reykjavík is covered in snow up to 51 cm high. Never before has there been so much snow in Reykjavík in the month of February.
26.02.2017 - 10:48

Fjarskalandi frestað

Sýningum á barna- og fjölskylduleikritinu Fjarskalandi í Þjóðleikhúsinu hefur verið aflýst í dag vegna ófærðar á götum. Sýningarnar voru á dagskrá klukkan 13 og 16 í dag. Sökum snjóþunga og erfiðrar færðar hefur verið ákveðið að færa sýningarnar á...
26.02.2017 - 09:59

Mesta snjódýpt frá upphafi í febrúar

51 sentimetra jafnfallinn snjór liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mesta snjódýpt í Reykjavík í febrúar frá upphafi mælinga og mesta snjódýpt í höfuðborginni í áratugi. Jafnfallinn snjór hefur mælst mestur 55 sentimetrar í janúar 1937.
26.02.2017 - 09:29

Kirkjustarf raskast vegna veðurs

Messufall er víða á Suður- og Suðvesturlandi í dag vegna ófærðar. Messa og sunnudagaskóli falla niður í Hjallakirkju í Kópavogi. Allt helgihald fellur niður í Grafarvogi í dag. Íslenska Kristkirkjan fellur einnig niður allt messuhald. Öll...
26.02.2017 - 09:25

Mikil ófærð á Akranesi

Á Akranesi eru 14 björgunarsveitarmenn að störfum á fimm farartækjum við að aðstoða fólk til og frá vinnu á heilbrigðisstofnunum. Mjög mikill snjór er innanbæjar á Akranesi og þar er ekki fólksbílafært. Guðni Haraldsson, sem er í svæðisstjórn...
26.02.2017 - 09:20