Veður

Ört hlýnandi veður eftir helgi

Næstu daga er útlit fyrir suðaustlægar áttir með nokkurri vætu þó úrkomulítið verði norðaustanlands. Veður fer ört hlýnandi eftir helgina og munu tveggja stafa hitatölur láta víða á sér kræla, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands...
29.04.2017 - 06:44

Talsverðar líkur á El Nino á árinu

Alþjóðasamtök veðurfræðinga, WMO, telja um 50 til 60 prósenta líkur á því að veðurfyrirbrigðið El Nino láti aftur á sér kræla á þessu ári. El Nino átti stóran þátt í því að tvö síðustu ár eru þau heitustu frá því mælingar hófust.
29.04.2017 - 03:41

Snjór og slyddukrapi síðdegis

Það rigndi töluvert á suðvestanverðu landinu í morgun og úrkoman heldur áfram síðdegis. Þá kólnar skyndilega og snjóar líklega á láglendi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vissara fyrir vegfarendur að fylgjast vel með.
28.04.2017 - 12:05

Búast við slyddu eða snjókomu í dag

Í dag verður suðaustanátt, víða þrettán til átján metrar á sekúndu og rigning, en úrkomulítið norðanlands. Það má búast við slyddu eða snjókomu um tíma suðvestan til á landinu seint í dag.
28.04.2017 - 07:41

Slydda, úrkoma og jafnvel snjókoma

Það verður mild sunnanátt með rigningu í dag, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Víða slydda suðvestan- og vestanlands upp úr hádegi og kólnar í veðri, en úrkomulítið síðdegis.
27.04.2017 - 06:45

Bjartviðri og allt að fjórtán stiga hiti

Nú er milt loft yfir landinu og því fylgir skýjað veður og súldarvottur. Á Suðausturlandi verður þó bjartviðri í landáttinni og þar verður hlýjast í dag eða allt að 14 stiga hiti.
26.04.2017 - 06:39

Hlýnar á næstunni

Útlit er fyrir suðvestan- og vestanátt á landinu í dag, fimm til fimmtán metra á sekúndu og verður hvassast norðvestantil. Það verður skýjað og dálítil væta af og til en bjart með köflum suðaustan- og austanlands, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Á...
25.04.2017 - 06:23

Stormur austast á landinu

Í dag verður norðanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu en norðvestan fimmtán til 23 austast á landinu. Þar er því útlit fyrir storm um skeið. Stöku él, en yfirleitt léttskýjað syðra. Það lægir og léttir til í dag. Síðdegis verður vestlæg eða...
24.04.2017 - 06:31

Köld norðanátt leikur um landsmenn í dag

Þurrt og bjart verður sunnan- og vestanlands í dag en sums staðar dálítil él fyrir norðan og austan. Alls staðar verður þó kalt, að því er segir í hugrenningum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá í morgun. „Köld norðanátt leikur um okkur í dag,“...
23.04.2017 - 07:49

Veturinn sleppir ekki tökunum strax

Í dag verður svalt á landinu og víða smá él en yfirleitt hægur vindur. Í nótt bætir svo í vind. „Veturinn ætlar ekki að sleppa tökunum alveg strax,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands nú í morgunsárið.
22.04.2017 - 08:40

Snjór á meginlandi Evrópu

Það fundu fleiri fyrir páskahreti en Íslendingar. Á meginlandi Evrópu hefur snjóað víða og þessi óvenjulegi vorkuldi sunnarlega í álfunni hefur þegar valdið ýmsum búsifjum.
20.04.2017 - 20:59

Víða hálka á vegum

Hálka og hálkublettir eru á vegum víða frá Vesturlandi, á norðanverðu landinu og að Austurlandi. Skafrenningur er á fjallvegum á Vesturlandi og á sumstaðar á Vestfjörðum er éljagangur og einhver skafrenningur auk þess sem ófært er á Hrafnseyrar- og...
20.04.2017 - 10:04

Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði lokaðar

Ofsaveður skall á á Öxnadalsheiði seint í kvöld. Heiðin er orðin ófær. Þrjátíu björgunarmenn úr björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fóru upp á Holtavörðuheiði í kvöld til að aðstoða á fjórða tug ferðalanga sem sátu fastir í bílum...
19.04.2017 - 21:04

Ellefu látnir í skriðum í Kólumbíu

Ellefu hafa fundist látnir og að minnsta kosti tuttugu er saknað eftir að skriður féllu í dag í miðhluta Kólumbíu. Óttast er að fleiri lík eigi eftir að finnast.
19.04.2017 - 16:04

Skúrir og slydda vestantil á landinu síðdegis

Í dag verður suðvestanátt á landinu og vindhraði á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu. Á austanverðu landinu léttir til en vestantil verða skúrir og slydduél, einkum síðdegis. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig. Þetta kemur fram í hugleiðingum...
18.04.2017 - 06:34