Síðdegisútvarpið

Mennskan, álfurinn og Halla Tómasar á grillið

Hin annálaða álfasala SÁÁ hefst í dag. Álfurinn hefur verið meira og minna á röltinu síðustu árin en í ár ætlar hann nýta sér umhverfisvænan ferðamáta og verður Álfurinn á ferðinni um allt land á hlaupahjóli dagana 8.-12. maí. Anna Hildur Guðmundsdóttir er formaður SÁÁ og segir okkur betur frá vorálfinum.

Ríflega 10.000 manns hafa séð Ebbu Katrínu Finnsdóttur brillera í sýningunni Orð gegn orði, sem var færð fyrir skömmu á Stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu vegna vinsælda. Sýningin hefur haft gríðarleg áhrif og hreyft við fólki, ekki síst leikkonunni sjálfri sjálfri sem kláraði sína 50. sýningu í gær. Ebba kemur til okkar.

Það er stundum sagt ef forsetakosningarnar hefðu verið viku lengri árið 2016 væri ekki Guðni Th. Jóhannesson forseti, heldur Halla Tómasdóttir. Hún náði merkilegum árangri það árið en féll í raun á tíma. hefur hún gefið þjóðinni kost á sér á ný, og þó hún mælist ekki með hæstu frambjóðendunum þessa dagana, sýnir sagan það er hættulegt vanmeta hana. Halla verður á grillinu eftir fimm fréttir.

Bókin Mennska kemur út í dag og á hún erindi við öll þau sem hafa glímt við skömm og reynt skila henni, finnst erfitt taka pláss í samfélaginu eða hafa fórnað hluta af sjálfum sér af ótta við viðbrögð annarra. Höfundurinn Bjarni Snæbjörnsson leikari segir okkur frá Mennsku.

Frumflutt

8. maí 2024

Aðgengilegt til

8. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,