Hálftíminn

Led Zeppelin á Íslandi og Vintage Caravan

Í Hálftímanum í kvöld hlustum við á Led Zeppelin í tilefni af því eftir rúma viku (föstudaginn 9. febrúar) eru tvennir Led Zeppelin heiðurstórnleikar í Eldborg í Hörpu.

Við rifjum það upp þegar Led Zeppelin kom til Íslands á hátindi frægðar sinnar í júní 1970 og hélt tónleika í Laugardalshöll sem voru liður í Listahátíð í Reykjavík í fyrsta sinn sem hún var haldin. Við heyrum Robert Plant söngvara hljómsveitarinnar segja frá íslandsheimsókninni og upptökur með hljómsveitinni frá BBC í London í apríl 1971.

Frumflutt

31. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hálftíminn

Hálftíminn

Ólafur Páll Gunnarsson leikur tónlist úr ýmsum áttum með sínu nefi.

Þættir

,