Hálftíminn

#5 Hálftíminn (Hljómar í útvarpssal 1963)

í Hálftímanum í kvöld heyrum við fyrstu upptökur Hljóma frá Keflavík, en á morgun, 5. október eru nákvæmlega 60 ár frá því Hljómar komu fram í fyrsta sinn ? í Krossinum í Keflavík sem þá var aðal samkomustaður unga fólksins á Suðurnesjum.

Gerður G. Bjarklind sem þá um Lög unga fólksins í útvarpinu Hljómana og bauð þeim koma og taka upp nokkur lög í útvarpshúsinu við Skúlagötu. Og bara fjórum dögum síðar, 9. október, voru þeir Gunni Þórðar, Rúnar Júl, Erlingur Björnsson, Eggert Kristinsson og Einar Júlíusson komnir í útvarpið og tóku upp ein 7 lög. Við heyrum 5 Þeirra í þættinum í kvöld og Jónatan Garðarsson og Gunnar Þórðarson segja frá.

Hljómar / Gítarlag og kynning

Hljómar / I like it

Hljómar / Wonderland

Hljómar / Felicidade

Hljómar / Pipeline

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson

Frumflutt

4. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hálftíminn

Hálftíminn

Ólafur Páll Gunnarsson leikur tónlist úr ýmsum áttum með sínu nefi.

Þættir

,