Slökkvilið

Kviknaði í bíl í Hvalfjarðargöngunum

Hvalfjarðargöng eru lokuð eftir að eldur kviknaði í bíl í Hvalfjarðargöngunum nú á sjötta tímanum. Slökkvilið sendi bíla frá Akranesi, Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Tunguhálsi á svæðið ásamt sjúkrabílum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og rýma göngin,...
19.07.2017 - 17:59

Óska upplýsinga um mannaferðir á Stokkseyri

Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir upplýsingum um mögulegar mannaferðir á Stokkseyri aðfaranótt sunnudags, þegar íbúðarhús gjöreyðilagðist í eldi. Kona liggur á spítala með brunasár eftir eldsvoðann. Til stendur að fjarlægja rústir hússins í dag.
19.07.2017 - 12:21

Slökktu eld í Hraunbæ

Allt tiltækt slökkvilið var sent að fjölbýlishúsi í Hraunbæ um klukkan þrjú í dag þar sem eldur logaði á fyrstu hæð. Að sögn varðstjóra slökkviliðs gekk vel að ráða niðurlögum eldsins, sem var ekki mikill þótt nokkurt reykjarkóf hafi verið í...
10.07.2017 - 15:38

Drengur sat fastur í körfuboltahring

Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu fór í heldur óvenjulegt útkall að Drekavöllum í Hafnarfirði seinni partinn í gær. Tilkynnt hafði verið um að 11 ára drengur sæti þar fastur í körfuboltahring. Í tilkynningu frá lögreglu segir að drengurinn hafi...
30.06.2017 - 06:34

Eldur í gámi í Straumsvík

Slökkvilið hefur síðan um klukkan tíu unnið að því að slökkva eld í gámi á geymslusvæði í Straumsvík. Tveir dælubílar og nokkrir slökkviliðsmenn voru sendir á staðinn og erfiðlega hefur gengið að slökkva í síðustu glæðunum. Slökkvistarf var þó mjög...
22.06.2017 - 23:44

Stærsta rannsókn síðari ára

Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að eldur kviknaði í húsnæði bátasmiðjunnar Seigs við Goðanes 12 á Akureyri aðfaranótt 31. maí. Rannsóknarlögreglumaður segir þetta umfangsmestu rannsókn síðari ára á Norðurlandi.
09.06.2017 - 17:05

Víða slæmt aðgengi að brunahönum

Talsvert virðist um það að brunahanar séu rangt upp settir eða aðgengi að þeim takmarkað. Það á við um einn brunahanann sem Slökkvilið Akureyrar notaði við stórbruna þar fyrir viku.
07.06.2017 - 18:50

Kveikt í rútugrind á Kársnesi

Slökkvilið var kallað að Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi nú um klukkan hálfsex þar sem talsverður eldur logaði í gamalli rútugrind, sætum og fleira fánýti. Mikinn reyk lagði frá bálinu þótt eldsmaturinn væri að stórum hluta brunninn niður. Engar...
02.06.2017 - 06:23

Rannsókn á eldsupptökum að hefjast

Rannsókn lögreglu á eldsupptökum í húsnæði bátasmiðjunnar Seigs á Akureyri hefst í dag. Rannsóknin er í samstarfi við tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
01.06.2017 - 13:22

Slökkvistarf langt komið við Goðanes

Slökkvistarf við Goðanes á Akureyri er langt komið, að sögn lögreglu nyrðra. Slökkvilið bæjarins hefur í alla nótt barist við eld í 2.000 femetra iðnaðarhúsnæði þar sem Bátasmiðjan Seigur hefur verið með starfsemi sína. Vinnuvél með svokallaðri...
31.05.2017 - 06:24

Bátasmiðja brennur á Akureyri

Slökkvilið Akureyrar berst nú við eld í 2.000 fermetra iðnaðarhúsnæði við Goðanes 12, þar sem Bátasmiðjan Seigur er með starfsemi sína. Slökkviliði barst tilkynning um eldinn um klukkan 00.40. Húsið varð fljótlega alelda, sem bendir til þess að...
31.05.2017 - 02:40

Tveir á slysadeild og Reykjanesbraut opnuð

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut við Áslandshverfið í Hafnarfirði á fimmta tímanum. Meiðsl þeirra eru talin minniháttar og voru þeir fluttir saman í sjúkrabíl. Tveir bílar skullu saman en ekki fengust upplýsingar um hvernig...
05.05.2017 - 18:06

Tafir á Reykjanesbraut vegna áreksturs

Tveir bílar lentu í árekstri á Reykjanesbraut við Áslandshverfi í Hafnarfirði nú á fimmta tímanum. Tveir sjúkrabílar eru á leið á staðinn ásamt dælubíl frá slökkviliðinu en ferðin þangað sækist hægt vegna þess hversu mikil umferð er á leiðinni. Að...
05.05.2017 - 16:41

Vatnsleki í skólastofum Háskóla Íslands

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna vatnsleka í húsnæði Háskóla Íslands við Sæmundargötu. Um þrjár og hálfa klukkustund tók að dæla vatninu úr tveimur skólastofum og urðu einhverjar skemmdir á þeim að sögn varðstjóra slökkviliðsins.
02.05.2017 - 01:30

Allt á floti í íbúð í Hafnarfirði

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna vatnsleka í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins lak vatn úr þvottavél á heimilinu og hafði flætt um öll gólf íbúðarinnar, alls um hundrað fermetra. Vatn var...
30.04.2017 - 01:30