Slökkvilið

Tveir á slysadeild og Reykjanesbraut opnuð

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut við Áslandshverfið í Hafnarfirði á fimmta tímanum. Meiðsl þeirra eru talin minniháttar og voru þeir fluttir saman í sjúkrabíl. Tveir bílar skullu saman en ekki fengust upplýsingar um hvernig...
05.05.2017 - 18:06

Tafir á Reykjanesbraut vegna áreksturs

Tveir bílar lentu í árekstri á Reykjanesbraut við Áslandshverfi í Hafnarfirði nú á fimmta tímanum. Tveir sjúkrabílar eru á leið á staðinn ásamt dælubíl frá slökkviliðinu en ferðin þangað sækist hægt vegna þess hversu mikil umferð er á leiðinni. Að...
05.05.2017 - 16:41

Vatnsleki í skólastofum Háskóla Íslands

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna vatnsleka í húsnæði Háskóla Íslands við Sæmundargötu. Um þrjár og hálfa klukkustund tók að dæla vatninu úr tveimur skólastofum og urðu einhverjar skemmdir á þeim að sögn varðstjóra slökkviliðsins.
02.05.2017 - 01:30

Allt á floti í íbúð í Hafnarfirði

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna vatnsleka í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins lak vatn úr þvottavél á heimilinu og hafði flætt um öll gólf íbúðarinnar, alls um hundrað fermetra. Vatn var...
30.04.2017 - 01:30

Sinueldurinn brenndi 2,5 hektara lands

Slökkvilið Akureyrar fékk hjálp frá almenningi við að slökkva mikinn sinueld ofan Síðuhverfis síðdegis. „Það voru þarna nokkrir almennir borgarar sem hjálpuðu okkur geysilega mikið,“ segir Anton Berg Carrasco, varðstjóri hjá slökkviliðinu. Einn...
29.04.2017 - 19:44

Slökkvistarfi lokið á Akureyri

Slökkviliðið á Akureyri hefur ráðið niðurlögum sinuelds sem kviknaði ofan við Síðuhverfi fyrr í dag. Að sögn varðstjóra slökkviliðs rýkur enn úr sinunni en slökkvistarfi er hins vegar lokið að sinni þótt áfram verði fylgst með á vettvangi til að...
29.04.2017 - 16:37

Mikill sinubruni á Akureyri

Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akureyrar var kallað út síðdegis til að berjast við mikinn sinueld ofan Síðuhverfis. Slökkviliði barst tilkynning um eldinn frá tveimur tíu ára strákum sem voru á vettvangi. Þetta er mikill eldur og sést reykurinn víða...
29.04.2017 - 15:06

Manni bjargað úr snjóflóði í Esjunni

Maður slasaðist þegar hann varð fyrir litlu snjóflóði í Esjuhlíðum um klukkan eitt í dag. Slökkvilið sendi sjö manns á fjallabjörgunarbíl og sexhjóli til að sækja hann og er enn unnið að því að flytja hann niður úr fjallinu. Að sögn Sigurbjörns...
23.04.2017 - 14:52

Kveikt í blaðabunka á þaki Hagaskóla

Kveikt var í dagblaðabunka á þaki Hagaskóla um miðjan dag. Slökkvilið sendi dælubíl og körfubíl á staðinn og slökkti eldinn. Eldurinn var þá byrjaður að bræða pappann á þakinu. Ekki er vitað hver eða hverjir kveiktu eldinn en börn voru að leik á...
22.04.2017 - 17:09

Gasleki í íbúðarhúsi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld vegna gasleka í íbúð. Gas hafði lekið úr gaskút sem geymdur var í kjallara þar sem hann var settur inn yfir veturinn ásamt gasgrilli. Íbúar hússins voru beðnir um að koma sér út áður en...
17.02.2017 - 00:38

Einn á slysadeild með brunasár

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í íbúð í Hjöllunum í Kópavogi um níuleytið í kvöld. Eldur kviknaði í eldhúsi en þegar slökkvilið kom var húsráðandi búinn að slökkva eldinn. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins var einn fluttur...
22.01.2017 - 01:30

Slökkvilið verið á þönum í kvöld

Slökkvilið Reykjavíkur hefur verið á þönum í allt kvöld, eins og svo oft áður á þrettándanum. Frá klukkan sjö í kvöld hefur þurft að slökkva elda í sjö gámum, íbúð og skóla. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins eru flestir gámarnir við skóla.
07.01.2017 - 00:16

Eldur í húsi hælisleitenda við Skeggjagötu

Eldur kom upp í kjallara þriggja hæða einbýlishúss við Skeggjagötu á sjötta tímanum í morgun. Allar stöðvar slökkviliðsins voru sendar á vettvang. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins tók skamma stund að slökkva eldinn og lauk reykræstingu á sjöunda...
05.01.2017 - 05:53

Tapaði nær öllu í húsbruna í Skagafirði

Íbúðarhús í Skagafirði gereyðilegðist í eldsvoða í gærkvöld. Kona sem býr í húsinu tapaði nær öllum eigum sínum í brunanum. Talið er að neisti frá logsuðutæki hafi komist í torfeinangrun í húsinu og kveikt í.
01.12.2016 - 23:17

Eldur við Gufunesbæ í kvöld

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoða við Gufunesbæ um klukkan níu í kvöld. Níu slökkviliðsmenn fóru á staðinn á tveimur dælubílum og einum tankbíl. Kveikt hafði verið í rusli í göngum sem grafin eru undir hól.
13.11.2016 - 01:52