Innlent

Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar

Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi síðastliðin ellefu ár segir í Facebook-færslu frá því að umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt hafi verið hafnað vegna einnar hraðasektar. Þetta fékk hann að vita í dag, en það tók hann að eigin sögn sex...
27.06.2017 - 19:58

Halldór Viðar ákærður fyrir fjárdrátt og svik

Halldór Viðar Sanne, sem hefur breytt nafni sínu og heitir nú Aldo Viðar Bae, hefur verið ákærður fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátt. Aldo Viðar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í lok mars. Gæsluvarðhaldið var...
27.06.2017 - 19:56

„Afar ánægjulegur áfangi“

Skrifað var í dag undir samning um að Náttúruminjasafn Íslands fái aðstöðu til sýninga í Perlunni. Þetta er í fyrsta sinn sem safnið fær húsnæði til eigin umráða, en það leysir þó ekki húsnæðisvanda þess að fullu. 
27.06.2017 - 18:12

Upptökur af Snapchat notaðar í manndrápsmálinu

Upptökur af samfélagsmiðlinum Snapchat, sem Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason tóku á síma sína af Arnari Jónssyni Aspar þar sem hann liggur hreyfingarlaus og blár í framan, eru meðal gagna lögreglunnar í málinu. Á upptökunum heyrast...

„Kom okkur ekki algjörlega í opna skjöldu“

Jón H. B Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að dómur Hæstaréttar í dag vegna manndrápsmálsins í Mosfellsdal hafi ekki komið sér „algjörlega í opna skjöldu,“ og að hann hafi verið undir það búin að þetta gæti farið...

OECD mælir með gjöldum á ferðamenn

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, mælir með því í nýrri skýrslu að fjöldi ferðamanna á viðkvæmum stöðum hér á landi verði takmarkaður og að tekin verði upp gjöld til að stýra flæði ferðamanna og álagi á umhverfið. Skýrslan var kynnt á...
27.06.2017 - 16:58

Vara við gagnagíslatökunni

Póst- og fjarskiptastofnun fjallar um gagnagíslatökuna sem fréttir bárust um eftir hádegi í nýrri tilkynningu á vef sínum. Þar segir að spilliforrit sem líklega beiti nýju afbrigði af hugbúnaði, sem þekkt sé undir nafninu Petya, herji nú á...
27.06.2017 - 17:04

Litlar líkur á flóðbylgju vegna berghlaups

Líkur á flóðbylgju af hafi, í jökullónum eða stöðuvötnum eru ekki miklar hér á landi, en ekki er útilokað að slíkt geti gerst og þá gætu afleiðingarnar orðið verulega slæmar.
27.06.2017 - 16:40

Nakin í ljósabekk - tapar dómsmáli

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum stúlku um miskabætur. Hún hélt því fram að lögreglumenn hefðu komið að sér nakinni í ljósabekk og handtekið sig.
27.06.2017 - 16:14

Norsk-íslenski stofninn minnkar

Niðurstöður alþjóðlegs uppsjávarleiðangurs í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum sem Hafrannsóknastofnun tók þátt í í maí sýna að norsk-íslenski síldarstofninn fer minnkandi.
27.06.2017 - 16:27

Skólpmengað vatn berst í sjó á Kjalarnesi

Fráveitulögn féll saman í fjöru neðan Búagrundar á Kjalarnesi þannig að skólpmengað vatn lekur nú í sjóinn. Nokkur mengun verður þegar slíkt gerist og biður heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fólk um að vera ekki á ferli í fjörunni.
27.06.2017 - 16:20

Segir konur skorta réttarvernd gegn netníði

Konur á Norðurlöndunum skortir lagalega vernd gegn netníði sem beinist að kynferði þeirra. Þolendur netníðs eru upp til hópa fólk sem lætur sig réttindabaráttu ýmissa hópa varða og netníð gagnvart konum beinist yfirleitt að kynferði þeirra. Þetta...
27.06.2017 - 16:23

Jón Trausti laus úr haldi

Jón Trausti Lúthersson, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á manndrápi í Mosfellsdal í byrjun mánaðarins, hefur verið látinn laus úr haldi eftir að Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum í dag.

Níu konur taka undir gagnrýni á Stígamót

9 konur, sem segjast hafa starfað á vettvangi Stígamóta, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær segjast trúa skrifum fyrrverandi starfskonu samtakanna og upplifun hennar á ofbeldi á vinnustaðnum. Konurnar níu segjast hafa sambærilega reynslu af...
27.06.2017 - 15:38

Costco fær leyfi fyrir fleiri bensíndælum

Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt að veita Costco leyfi fyrir fjölgun á bensíndælum. Dælurnar eru nú tólf en verða sextán eftir fjölgun. Samkvæmt deiliskipulagi Kauptúns er heimild fyrir fjórum dælueyjum, með fjórum dæluslöngum á hverri þeirra.
27.06.2017 - 14:49