Innlent

Ítalski ferðamaðurinn er látinn

Ítalskur ferðamaður á þrítugsaldri, sem fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi í gær, er látinn. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka en talið er að hann hafi fallið af reiðhjóli sínu á Nesjavallavegi vestan Dyrafjalla.
23.05.2017 - 18:09

Notkun lyfja gegn laxalús stenst ekki vottun

Eftir lyfjameðhöndlun á laxi Arnarlax stenst sá lax ekki lengur strangar kröfur Whole Foods Market en skilyrði fyrir þeirra vottun er að engin lyf eða eiturefni séu notuð í eldinu. Forstjóri segir meðhöndlunina ekki hafa áhrif á aðrar vottanir en þá...
23.05.2017 - 17:34

Mæla með 15 í embætti dómara við Landsrétt

Fimm manna dómnefnd hefur skilað umsögn um 33 umsækjendur um embætti 15 dómara við Landsrétt, sem á að taka til starfa um næstu áramót. Miðað er við að gengið verði frá skipun dómaranna í embætti ekki síðar en 1. júní.
23.05.2017 - 17:19

Sameinast skósöluveldi með sölu á Ellingsen

Sjávarsýn, félag sem er alfarið í eigu Bjarna Ármannssonar, hefur selt allt hlutafé í útvistar- og lífstílsfyrirtækinu Ellingsen til skórisans S4S ehf. Félagið er eitt það stærsta á sviði skósölu en það rekur verslanir Steinars Waage, Kaupfélagið,...
23.05.2017 - 17:18

Pattstaða í stjórn Neytendasamtakanna

„Ég er tilbúinn að starfa með hverjum sem er sem starfar af heilindum og er ekki með árásir gegn mér, gegn sinni betri vitund,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna. Pattstaða er nú uppi innan stjórnar samtakanna eftir að 12...
23.05.2017 - 17:10

Grunur um steranotkun í alvarlegum árásum

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir að í fimm alvarlegum brotum sem komu inn á borð héraðssaksóknara á síðasta ári hafi verið uppi sterkur grunur um steranotkun sakborninga. Málin vörðuðu alvarleg ofbeldis-og kynferðisbrot í nánum...
23.05.2017 - 16:38

„Aleinn, yfirgefinn á sviðinu á evrubolnum“

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé í uppnámi og best væri fyrir forsætisráðherra að rjúfa þing og boða til kosninga. Steingrímur vitnaði í grein í Morgunblaðinu þar sem segir að...
23.05.2017 - 16:24

Borgarstjóri vottar samúð

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent Andy Burnham, borgarstjóra Manchester samúðarskeyti vegna sprengjuárásarinnar í borginni í gærkvöld. 22 létu lífið þegar sprengja sprakk að loknum tónleikum með bandarísku söngkonunni Ariönu Grande. Stór...
23.05.2017 - 16:14

Þýskur réttarmeinafræðingur í máli Birnu

Urs Oliver Wiesbrock, þýskur réttarmeinafræðingur, hefur verið dómkvaddur sem matsmaður í máli Birnu Brjánsdóttur. Honum hefur verið falið að svara fimm spurningum sem verjandi Thomasar Möller Olsen óskaði eftir að leggja fyrir hann. Wiesbrock fékk...

Jáeindaskanninn tekinn í notkun í haust

Jáeindaskanninn verður tekinn í notkun á Landspítalanum í september gangi áætlanir eftir. Þetta kemur fram í ársskýrslu sjúkrahússins. Jáeindaskanninn og húsið undir hann var gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu til þjóðarinnar og er verðmæti...
23.05.2017 - 15:40

Nokkrir kvartað undan lykt frá United Silicon

Níu kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun vegna lyktarmengunar frá því ljósbogaofn kísilverksmiðjunnar United Silicon var ræstur að nýju á sunnudag. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að búist hafi verið við því að...
23.05.2017 - 15:00

Bað stúlkur um að sýna á sér brjóstin

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og umferðarlagabrot.
23.05.2017 - 12:53

Könnun FÍB: Dekkin miklu ódýrari í Costco

Munur á dekkjum og dekkjaþjónustu hjá Costco og N1 er frá tæplega 32 prósentum og allt að 95 prósent, samkvæmt könnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Í öllum tilvikum er verðið hærra hjá N1. Verð á þjónustu og á nokkrum tegundum af...
23.05.2017 - 13:14

Óskiljanleg árás á börn og unglinga

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að ekki hafi verið haft samband við Ríkislögreglustjóra eða þjóðaröryggisráð landsins vegna árásarinnar í Manchester. Þjóðaröryggisráð hélt sinn fyrsta fund í gær. Bjarni segir það verkefni...
23.05.2017 - 13:47

Íslendingar fylltu innkaupakerrurnar í Costco

Opnun Costco hefur vakið mikla athygli og það voru fjölmargir sem lögðu leið sína í verslunina í morgun. Nærri tvö hundruð stóðu í röð fyrir utan þegar verslunin var opnuð en sá fyrsti mætti fyrir miðnætti í gær. Flestir keyptu meira en þeir ætluðu...
23.05.2017 - 13:38