Útvarpsleikhúsið: Vondi hirðirinn

Þáttur 2: Gallerý Pizza

Friðgeir finnur átekna filmu í Góða hirðinum. Hann sendir filmuna í framköllun og fær til baka myndir úr hópferð um suðurströnd Íslands sem virðist hafa verið farin öðru hvoru megin við síðustu aldamót. Hver ætli hafi tekið þessar myndir? Í þættinum heyrum við meðal annars í Kristínu Hauksdóttur, Guðbjörgu Sveinsdóttur, Halldóru Pálsdóttur, Inga Hans Ágústssyni og gestum í Vin við Hverfisgötu.

Frumflutt

27. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Útvarpsleikhúsið: Vondi hirðirinn

Útvarpsleikhúsið: Vondi hirðirinn

Allir hlutir eiga sér sögu. Friðgeir Einarsson fer oft í Góða hirðinn og veltir þá fyrir sér sögu hlutanna sem hann sér þar. Stundum rekst hann á hluti sem líta út fyrir eiga ekki vera þar, persónulega hluti sem hafa mögulega orðið viðskila við eiganda sinn fyrir slysni. Hvað er þá til ráða? Í þáttaröðinni Vondi hirðirinn gerir hann tilraun til skila nokkrum slíkum munum til eigenda sinna.

Þættir

,