Netþrjótar frá Norður Makedóníu svíkja peninga frá stuðningsfólki Donald Trump. Nýnasistar svíkja fé út úr transfólki með því að þykjast selja þeim hormónalyf. Rússneskar gervifréttasíður básúna lygum til að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Vefsíður allra þessara hópa eru hýstar á sama stað, á skrifstofu fyrirtækisins Withheld for Privacy, á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Við ræðum við Skúla Geirdal, sviðsstjóra netöryggismiðstöðvar Íslands, um hýsingu á vafasömum vefsíðum á Íslandi.