Tónlistarkvöld Útvarpsins

Þáttur 7 af 14

Úrval frá þrennum tónleikum sem fram fóru á Sönghátíð í Hafnarborg 2023:

*Frá óperutónleikum 25. júní þar sem fluttar voru aríur og dúettar úr ýmsum áttum, en tónleikarnir voru tileinkaðir minningu Garðars Cortes.

*Frá barokktónleikum 1. júlí þar sem flutt voru atriði úr óperum eftir Georg Friedrich Händel ofl.

*Frá kórtónleikum 2. júlí þar sem flutt voru verk eftir Huga Guðmundsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Philippe Koerper og Frank Martin.

Fram koma söngvararnir Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Arnheiður Eiríksdóttir, Cesar Alonzo Barrera og Unnsteinn Árnason, píanóleikarinn Hrönn Þráinsdóttir, Philippe Koerper saxófónleikari, Barokkhópur Sönghátíðar og kórarnir Cantoque Ensemble og Ensemble Chæur3.

Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.

Frumflutt

13. júní 2024

Aðgengilegt til

22. ágúst 2024
Tónlistarkvöld Útvarpsins

Tónlistarkvöld Útvarpsins

Sígild tónlist.

Þættir

,