ok

Talblaðran

Goðheimar

Goðheima-myndasögurnar segja frá ævintýrum norrænu guðanna í Ásgarði. Fimmtán bækur komu út þrjátíu ára tímabili og urðu aðalheimild tveggja kynslóða um heiðnu goðafræðina, en hvernig tekst að fella fornar goðsagnir að myndasöguforminu.

Umsjón: Stefán Pálsson.

Frumflutt

16. nóv. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
TalblaðranTalblaðran

Talblaðran

Margir líta á myndasögur sem ódýrt uppfyllingarefni dagblaða eða afþreyingu barna og unglinga sem betur ættu að verja tíma sínum til annarra hluta. Þó má segja að teiknimyndir séu elsta þekkta tjáningarform mannkyns, líkt og sjá má af ævafornum hellaristum forfeðra okkar og -mæðra. Í Belgíu og Frakklandi hafa myndasögur meira að segja verið kallaðar „níunda listgreinin“.

Í þessum þáttum verður fjallað um myndasögur vítt og breitt. Í hverri viku kemur nýr þáttarstjórnandi og gerir grein fyrir eftirlætis bókaflokka sínum, höfundi eða einhverri af hinum ótalmörgum undirgreinum myndasögunnar.

Umsjón: Stefán Pálsson og Ragnar Egilsson.

Þættir

,