Sinfóníutónleikar af Rás 1 með Yo-Yo Ma og Hildi Guðna
Bandaríski sellóleikarinn Yo-Yo Ma var gestur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum sem eru hluti af 75 ára afmælistónleikum hljómsveitarinnar. Hann lék einleik í sellókonserti Edvards Elgars undir stjórn Evu Ollikainen.
Efnisskrá tónleikanna:
Hildur Guðnadóttir The Fact of the Matter
Edward Elgar Sellókonsert
Ígor Stravinskíj Petrushka (1947)
Hljómsveitarstjóri: Eva Ollikainen
Einleikari: Yo-Yo Ma
Kór: Söngflokkurinn Hljómeyki
Kórstjóri: Stefan Sand
Á undan er veitir kynnir tónleikanna, Guðni Tómasson, hlustendum innsýn í efnisskrána og ræðir við Yo-Yo Ma, jafnframt heyrist stutt brot úr óbirtu viðtali Melkorku Ólafsdóttur við Hildi Guðnadóttur.