Síðdegisfréttir

Athuga sendiherraskipanir, varar við pólitískum afskiptum, eldur í Slippnum

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneytinu um verklag þáverandi utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar, við skipun sendiherra, bæði í Róm og Washington.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir í tilkynningu pólitísk afskipti af sakamálum geta grafið undan réttarríkinu. Þetta er í tilefni af erindi sem fjármálaráðherra sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og vakti athygli á starfsemi netverslana með áfengi kynni fela í sér brot á lögum.

Sumar breytingatillögur Hamas-samtakanna við drög vopnahléssamkomulagi á Gaza eru óraunhæfar, mati Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Árásir Ísraelshers halda áfram.

Eldur kviknaði í vélarrúmi skips sem er verið gera við í flotkví hjá Slippnum á Akureyri. Tveir voru fluttir á bráðamóttöku vegna gruns um reykeitrun. Slökkvistarfi er lokið.

Frumflutt

12. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisfréttir

Síðdegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,