Saga jökuls

2. þáttur

Í þessum síðari þætti hlustendur kynnast nærumhverfi jökulsins betur, fræðast um litbrigði Hoffellsfjallanna og áhrif og framlag Hoffellsjökuls til listarinnar. Hoffellsjökull, eins og flestir íslenskir jöklar, eru hopa, og rætt er við vísindafólk um framtíðarhorfur jöklanna og breytingar á nærumhverfi þeirra vegna hlýnunar jarðar.

Viðmælendur eru Dr. Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, Dr. Þorvarður Árnason, umhverfishugvísindamaður og forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Sigurbjörg Helgadóttir frá Hoffelli og Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur og sviðsstjóri hjá Náttúrustofu Suðausturlands.

Einn viðmælandi útvarpsþáttanna Saga jökuls er Dr. Þorvarður Árnason, umhverfis-hugvísindamaður og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Höfn en hann og Dr. Kieran Baxter kennari og vísindamaður í samskiptahönnum við Dundee-háskóla eru höfundar stuttheimildamyndarinnar After Ice. Myndin en myndin byggir á loftljósmyndum og þrívíddarhönnun og sýnir á mjög góðan og skilmerkilegan hátt hop fjölmargara skriðjökla frá Vatnajökli milli ára og fjallað er um í þáttunum. Hægt er horfa á myndina í opnum aðgang á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs:

https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/frettir/after-ice-hrifandi-stuttmynd-um-bradnun-sex-skridjokla

Frumflutt

1. maí 2025

Aðgengilegt til

2. maí 2026
Saga jökuls

Saga jökuls

Óvíða í veröldinni hefur sambúð manns og jökla verið eins náin og í Austur-Skaftafellssýslu. Hoffellsjökull er einn skriðjökla Vatnajökuls og jökullinn hefur mótað líf þeirra sem hafa alist upp á bæjunum í Hoffelli. Saga hans - og saga okkar er samofin á ýmsa vegu og um það fjalla þessir þættir, Saga jökuls.

Umsjón: Brynja Dögg Friðriksdóttir

Þættir

,