ok

Rabbabari

Rabbabari - 2.þáttur

Í öðrum þætti setjumst við niður og reynum að einbeita okkur að því sem var að gerast á Íslandi á þessum tíma, enda var nóg um að vera og að koma út. Við reynum að spila sem mest af tónlist til að komast yfir sem flesta smelli sem gjörsamlega runnu út meðan þátturinn var að stíga sín fyrstu skref og það var verkefni útaf fyrir sig að reyna að komast yfir það allt og hlusta, meta og raða upp í nýjan þátt í hverri viku.

Við heyrum líka klippu frá því þegar Ásdís María kom til okkar árið 2016 og sagði okkur frá einu af sínum uppáhalds lögum.

Umsjónafólk: Atli Már Steinarsson & Salka Sól Eyfeld.

Frumflutt

16. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
RabbabariRabbabari

Rabbabari

2016 hófu göngu sína á Rás 2 þættir sem voru tileinkaðir rappbylgjunni sem átti svo eftir að trölltríða öllu. Á þriðjudagskvöldum eftir sjónvarpsfréttir settust Atli Már og Salka Sól niður, hlustuðu á nýjustu tónlistina, fengu til sín gesti sem komu með uppáhalds rappið sitt í töskunni og sögðu okkur sögu sína og kynnum við senuna.

Nú 7 árum seinna sjóðum við upp nýja sultu, rifjum upp gömul feit lög sem hafa kannski ekki heyrst lengi og heimsækjum gestina aftur með vel völdum klippum úr þáttunum.

Umsjón: Atli Már Steinarsson og Salka Sól Eyfeld.

,