PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar á RÚV

Party Zone listinn fyrir apríl 2024

Dansþáttur þjóðarinnar leitar til plötusnúðanna við val heitustu laga danstónlistarinnar þennan mánuðinn. Við kynnum PartyZone listann - Topp 30 fyrir Apríl. Múmía kvöldsins er geggjuð dansgólfasprengja síðan 1994, sem gerir hana 30 ára!

Frumflutt

26. apríl 2024

Aðgengilegt til

26. apríl 2025
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar á RÚV

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar á RÚV

PartyZone, oft nefndur Dansþáttur þjóðarinnar, er kominn aftur heim á RÚV eftir nokkura ára fjarveru en þátturinn var á dagskrá Rásar 2 á laugardagskvöldum í

16 ár (1999-2014).

Þátturinn er líklega elsti starfandi útvarpsþátturinn á Íslandi en hann hóf göngu sína á framhaldsskólaútvarpsstöðinni Útrás haustið 1990.

Sem fyrr er PartyZone útvarpsþáttur danssenunnar og plötusnúðanna á Íslandi. Í þættinum er farið yfir allt það nýjasta og heitasta í danstónlistinni í bland við klassikar perlur danstónlistarinnar sem heita þá múmíur kvöldsins. PartyZone listinn Topp 30 er fyrirferðamikill dagskrárliður þar sem við fáum plötusnúðana til liðs við okkur við val listans.

Við munum betri plötusnúða þjóðarinnar í heimsókn í þáttinn þar sem þeir taka Dj sett. Þátturinn er ávalt nálægt skemmtanalífinu og flytur fréttir af því helsta sem er gerast í danslífi landsmanna.

Umsjónarmenn: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson ásamt reglulegri aðstoð frá Símoni Guðmundssyni (Simon FKNHNDSM).

Þættir

,