Fallið og upprisan
Gamlar hetjur vekja stundum miklar vonir sem breytast í harmsögur. Við fjöllum um ár öfganna frá 1990 til 1992, sárt fall og óvæntan Íslandsmeistaratitil. En hver var raunverulega…
Hvernig verður lið úr sjávarþorpi ósigrandi á Íslandsmótinu í fótbolta þrátt fyrir mótlæti og harða samkeppni? Sjá leikmaðurinn og stuðningsmaðurinn hlutina sömu augum? Í þessari þáttaröð er fjallað um Skagaliðið frá 1990 til 2001 út frá heimildaþáttaröðinni Skaginn. Þetta er saga áranna sem Skagamenn féllu úr efstu deild og urðu næstum því gjaldþrota en unnu líka sex Íslandsmeistaratitla, þrjá bikarmeistaratitla og urðu eina karlaliðið í sögunni til að vinna þrefalt.
Umsjónarmenn: Gunnlaugur Jónsson og Brynjólfur Þór Guðmundsson.
Lesarar: Alexander Kristjánsson, Arnar Björnsson, Haukur Holm, Oddur Þórðarson og Þorgils Jónsson.