Louis Armstrong og Stjörnusveitin

Djassgoðið og poppgoðið

Þó Louis Armstrong hafi átt lög á vinsældalistum í 40 ár varð hann ekki alheimspoppgoð fyrr en með Hello Dolly og við heyrum upptöku af því lagi úr Háskólabíói í febrúar 1965. Nokkur vinsæl Louis lög heyrast hér einnig í bland við söngva úr söngleik Brubeck hjónanna The real Ambassador og síðan ópusar eftir Duke Ellington þarsem hann leikur á píanó með Armstrong og Stjörnusveitinni. Plata þeirra kom út 1961 og er síðasta heilsteypta meistaraverkið sem Louis sendi frá sér. Árin eftir það mörkuðust æ meira af slæmri heilsu Louis og slappari Stjörnusveit, en hann átti þó eftir sigra heiminn með enn einum smelli, What A Wonderful World, 1967.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Frumflutt

30. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Louis Armstrong og Stjörnusveitin

Louis Armstrong og Stjörnusveitin

Fjórir þættir um Louis Armstrong og stjörnusveit hans 1947-1971.

Eftir Louis Armstrong leysti upp stórsveit sína árið 1946, lék hann það sem eftir var ævinnar með sextetti, sem hlaut nafnið Stjörnuveitin eða All-Stars. Það með sanni segja nafnið ætti við, því fyrstu árin léku þrjár af stórstjörnum djassins með sveitinni: Jack Teagarden, Earl „Fatha“ Hines og „Big Sid“ Catlet, síðar Cozy Cole. Eftir 1956 fór sveitin dala þegar menn á borð við Edmund Hall, Trummy Young og Billy Kyle hurfu úr áhöfninni.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Þættir

,