Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Ég var föst í ómöguleikanum

Í síðasta þætti Loftslagsþerapíunnar skoðum við pólitíkina í kringum loftslagsmálin og spyrjum okkur hvort hún hluti af lausninni eða standi í vegi fyrir henni. Við fikrum okkur frá grasrótinni og Parísarsamkomulaginu og leitum lausna, alls staðar á öllum tímum sólarhringsins.

Það er eðlilegt festast í ómöguleikanum þegar kemur loftslagsmálunum, en lausnirnar eru til, í alvöru!

Meðal viðmælenda í þættinum eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Unnur Brá Konráðsdóttir og Eggert Benedikt Guðmundsson, sem saman leiða samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum, Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs stjórnvalda, meðlimir í grasrótarhópi Landverndar, Justine Vanhalst, sameindalíffræðingur, Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og Geirharður Þorsteinsston, talsmaður Extinction Rebellion á Íslandi.

Á næstunni verða lengri útgáfur viðtala og ítarefni sem ekki komst í þáttunum sett inn á hlaðvarpið, viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur þar á meðal.

Frumflutt

2. nóv. 2019

Aðgengilegt til

17. ágúst 2024
Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Í Loftslagsþerapíunni eru snertifletir loftslagsógnarinnar skoðaðir í sambandi við allt það mannlega. Við tölum um óttann, afneitunina og skömmina, grátum kannski smá en hlæjum líka. Við tölum við siðfræðinga, sálfræðinga, pólitíkusa, presta, vísindamenn og venjulegt fólk. Við horfumst í augu við staðreyndir en látum okkur líka dreyma, reynum leggja loft-slagsmálin á hilluna og hugsum í lausnum, því það er ekkert annað í stöðunni en reyna redda þessu saman. Þetta verður tilfinningarússíbani. Komdu með.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.

Þættir

,