Loftsiglingar og lygasmiðir

Þáttur 2 af 2

Seinni þáttur

Í þættinum er fjallað um höfunda ýkju- og lygasagna fyrri tíma. Þar á meðal Lúkíanos frá Samósata en hann var uppi í Grikklandi á 2. öld. Sagt er frá þeim ferðalögum sem hann sendi sögupersónur sínar í til tunglsins. Þá er vikið sams konar reisum Münchhausens baróns frá Bodenwerder í Þýskalandi og ævintýrum barónsins á tunglinu. Allt þetta er kryddað með heimspekilegum vangaveltum Þorleifs Halldorssonar, af Álftanesi, um lygina.

Lesari með umsjónarmanni er Svala Arnardóttir.

Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason

(Áður á dagskrá 1996)

Frumflutt

7. feb. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Loftsiglingar og lygasmiðir

Loftsiglingar og lygasmiðir

Fjallað um höfunda ýkju- og lygasagna fyrri tíma. Sjónum er beint Lúkíanosi frá Samósata sem var uppi í Grikklandi á 2. öld. Fluttir eru nokkrir kaflar úr verkum Lúkíanosar, í þýðingu Arthurs Björgvins Bollasonar og úr Lofi lyginnar eftir Þorleif Halldórsson frá Dysjum á Álftanesi sem samin var á 18. öld.

Lesari með umsjónarmanni er Svala Arnardóttir.

Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason.

Þættir

,