Að eiga erfið samtöl
Í þættinum er rætt við sex kynsegin einstaklinga um hvað það er að vera kynsegin. Hvernig tekur samfélagið á móti kynsegin fólki? Hvað hefur breyst á síðustu árum og hvað þarf að breytast…
Að vera kynsegin er að standa utan kynjakerfisins; að upplifa sig hvorki karlkyns né kvenkyns, hvort tveggja í senn eða eitthvað allt annað. Í þáttunum er meðal annars fjallað um kynseginleika, kynjatvíhyggju, kynjun tungumálsins og kyn í íslenskri löggjöf.
Umsjón: Elísabet Rún.