ok

Konungssinnar í Kísildal

Bloggarinn Curtis Yarvin

Curtis Yarvin er tölvunarfræðingur og bloggari. Hann er líka maður myrku upplýsingarinnar, eða Dark Enlightenment og hann hefur lengi talað fyrir því að Bandaríkin þurfi að taka upp konungsveldi. Við kynnum okkur hugmyndir Curtis Yarvin eða Mencious Moldbug, eins og hann kallaði sig áður, og tengsl hans við Hvíta húsið.

Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:

Blogg og textar eftir Curtis Yarvin:

- Patchwork: https://www.unqualified-reservations.org/2008/11/patchwork-positive-vision-part-1/

- Butterfly Revolution: https://graymirror.substack.com/p/the-butterfly-revolution?utm_source=publication-search

- Cathedral: https://graymirror.substack.com/p/a-brief-explanation-of-the-cathedral

- Red pill: https://www.unqualified-reservations.org/2007/04/case-against-democracy-ten-red-pills/

Bækur eftir Yarvin:

- Gray Mirror, Fascicle 1: Disturbance: https://www.amazon.com/Gray-Mirror-Fascicle-I-Disturbance-ebook/dp/B0DV36SK5P

Viðtöl við Yarvin:

- Curtis Yarvin on the End of American Democracy: https://www.youtube.com/watch?v=NcSil8NeQq8

- Welcome to the Dark Enlightenment: https://www.youtube.com/watch?v=RRzfsbIkSoo

- Should America be a monarchy: https://www.youtube.com/watch?v=RjS0lm-IPkQ&t

Greinar um nýja hægrið:

- https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets?srsltid=AfmBOorbYg-hg4vJXbs4NHRn8osmrpnYTc4kjfqY31gA_9Ju0onq7nvg

Textar eftir Nick Land:

A quick-and-dirty introduction to accelerationism: https://ia800800.us.archive.org/29/items/nick_land_writings/LAND%2C%20Nick%20-%20A%20Quick%20and%20Dirty%20Introduction%20to%20Accelerationism.pdf

Frumflutt

5. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Konungssinnar í Kísildal

Konungssinnar í Kísildal

Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.

Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.

Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.

Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.

Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.

,