Þakkarorða íslenskrar tónlistar verður afhent í fyrsta skipti á sunnudaginn (1. desember) á degi íslenskrar tónlistar og fyrsti orðuhafinn er Magnús Eiríksson.
Af því tilefni ætlum við að spila hin og þessi lög eftir Magnús í þætti vikunnar og hinir og þessir samferðamenn muna tala um Magnús. Við heyurm líka í honum sjálfum og heyrum músíkina sem mótaði hann.
Þessi verðlaun, Þakkarorða íslenskrar tónlistar, eru heiðursverðlaun nýstofnaðs Tónlistarráðs og er þeim ætlað að heiðra starf og sköpun þess listamanns er fyrir valinu verður og um leið bjóða landsmönnum upp á einstaka tónlistarveislu í Eldborg í Hörpu á sunnudaginn þar sem nokkur af bestu lögum Magnúsar verða flutt af mörgum af fremstu flytjendum landsins. Þeirra á meðal eru Bríet, Ragga Gísla, Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjáns, Mugison, KK og Valdimar Guðmundsson, auk einvala liðs hljóðfæraleikara undir stjórn tónlistarstjórans Eyþórs Gunnarssonar. Kynnar verða Jón Jónsson og Salka Sól.
Allir miðarnir tónleikanna voru boðsmiðar og þeir ruku út á nokkrum mínútum þegar opnað var fyrir "miðasöluna" síðasta mánudag.
Svona var þetta:
Pálmi Gunnarsson - Þorparinn
Valdimar & Magnús Eiríksson - Apinn í búrinu (Hljómskálinn)
JÓN JÓNSSON UM MAGGA EIRÍKS
Magnús Eiríksson & KK - Kóngur Einn Dag
Helgi Björns og Reiðmenn Vindanna - Viltu dansa?
Lights On The Highway - A little bit of everything
Krummi og Daníel Ágúst - Happy Xmas (War Is Over) (Jólagestir Björgvins 2008)
Prins Póló - Jólakveðja ft. Gosar
Ásgeir Trausti - Nýfallið regn
Nýdönsk - Nostradamus
Björk - Venus As A Boy
Sigurður Guðmundsson & Sigríður Thorlacius - Notalegt
KK UM MAGGA EIRÍKS
KK og Maggi Eiríks - Braggablús
Elísabet Eyþórsdóttir og Vettlingarnir - Desember (Sigurlag Jólalagakeppni Rásar 2 - 2017)
RAGGA GÍSLA UM MAGGA EIRÍKS
Ragnhildur Gísladóttir - Draumaprinsinn
++++
Mannakorn - Lifði og dó í Reykjavík
ELLEN KRISTJÁNS UM MAGGA EIRÍKS
Mannakorn - Elska þig
Cream - Strange brew
Bríet - Takk fyrir allt
UNA TORFA UM MAGGA EIRÍKS
Una Torfa - Einhverstaðar einhverntíma aftur
Stuðmenn - Slá í gegn
BERGUR EBBI UM MAGGA EIRÍKS
Mannakorn - Ef þú ert mér hjá
LILJA ALFREÐSDÓTTIR UM MAGGA EIRÍKS
Mannakorn - Garún
MAGGI EIRÍKS OG PÁLMI GUNNARSSON UM ÁHRIFAVALDA
Mannakorn - Reyndu aftur
Fleetwood Mac - Need your love so bad
Vals númer 1
MAGNÚS ÞÓR UM MAGGA EIRÍKS
Magnús Þór Sigmundsson og Magnús Eiríksson - Sigling
++++
Bogomil Font & Greiningadeildin - Skítaveður
ÁRIÐ ER EUROVISON 1986
Icy - Gleðibankinn
Mugison - Stingum af
MUGISON UM MAGGA EIRÍKS
Mannakorn - Gleði og friðarjól
PÁLMI GUNNARSSON UM MAGGA EIRÍKS
Mannakorn - Kraftaverk
Huey Lewis and the News - Hip to be square
TONY COOK UM MAGGA EIRÍKS
Mannakorn - Blús í G
PÁLL ÓSKAR UM MAGGA EIRÍKS
Mannakorn - Einhverstaðar einhverntíma aftur
Band Aid - Do the know it´s Christmas 2024
Bríet - Ómissandi fólk
KK UM MAGGA EIRÍKS
KK & Maggi Eiríks - Ómissandi fólk