Hin einu sönnu Fjárlög

Níundi þáttur

Í níunda og síðasta þætti eru lögin í Íslensku söngvasafni flokkuð eftir þjóðerni og er fróðlegt sjá frá hvaða löndum flest lögin eru komin. Einnig verða flutt lög eftir þrjá íslenska tónsmiði sem eru afar lítið þekktir, en það eru Árni Beinteinn Gíslason, Björn Kristjánsson og Halldór Jónsson. Lögin „Hlíðin mín fríða“ og „Allt fram streymir“ verða flutt í seinni tíma útsetningum af Andreu Gylfadóttur og Ellen Kristjánsdóttur. Loks verða börn og ungmenni í miðbæ Reykjavíkur tekin tali og grafist fyrir um það hvort unga kynslóðin kunni einhver lög úr Fjárlögunum.

Lesari: Pétur Grétarsson.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

3. mars 2016

Aðgengilegt til

27. ágúst 2024
Hin einu sönnu Fjárlög

Hin einu sönnu Fjárlög

Á árunum 1915-1916 kom út „Íslenskt söngvasafn" í tveimur nótnaheftum, um 300 sönglög, innlend og erlend, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson tóku saman. Söngvasafnið varð geysivinsælt og áratugum saman var sungið upp úr því á flestum söngelskum heimilium landsins. Það var í daglegu tali oft kallað „Fjárlögin" því kápumyndin eftir Ríkarð Jónsson sýndi pilt og stúlku sem sátu yfir kindum. Þáttaröðin var gerð árið 2016 í tilefni af 100 ára afmæli Íslensks söngvasafns. Þetta eru 9 þættir og nokkur lög voru hjóðrituð sérstaklega fyrir þáttaröðina með styrk frá Tónskáldasjóði. Umsjónarmaður er Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,