Forboðnar sögur

Leyndar þrár

Í fyrri þættinum er fjallað um E.M. Forster og bókina Maurice. Hún var samin á árunum 1913-14 en kom ekki út fyrr en eftir dauða Forsters árið 1970. Þar rekur Forster sögu unga miðstéttarmannsins Maurice Hall sem uppgötvar leyndar þrár sem samræmast ekki skoðunum samtímamanna hans og tilraunum hans til lifa lífi sínu af heilindum. Forster var umhugað um skrifa sögu sem fjallaði á jákvæðan og opinskáan hátt um málefni sem stóð honum nær og gerði sér aldrei vonir um sagan yrði gefin út. Dró hann innblástur úr lífi sínu og samferðamanna sinna og var sagan í stanslausri mótun fram til ársins 1960. Þar sem henni var aldrei ætlað það hlutverk uppfræða fáfróða lesendur um samkynhneigð eða standast þær útgáfukröfur sem gerðar voru í upphafi 20. aldarinnar stendur eftir tímalaus ástarsaga sem reynir umfram allt uppfylla þrá höfundarins eftir sanngjarnari heimi.

Frumflutt

8. ágúst 2012

Aðgengilegt til

12. okt. 2025
Forboðnar sögur

Forboðnar sögur

Tveir þættir, um rithöfunda sem skrifuðu um samkynhneigð á sínum tíma. Í fyrri þættinum er fjallað um E.M. Forster og bókina Maurice. Hún var samin á árunum 1913-14 en kom ekki út fyrr en eftir dauða Forsters árið 1970. Þar rekur Forster sögu unga miðstéttarmannsins Maurice Hall sem uppgötvar leyndar þrár sem samræmast ekki skoðunum samtímamanna hans og tilraunum hans til lifa lífi sínu af heilindum. Forster var umhugað um skrifa sögu sem fjallaði á jákvæðan og opinskáan hátt um málefni sem stóð honum nær og gerði sér aldrei vonir um sagan yrði gefin út. Dró hann innblástur úr lífi sínu og samferðamanna sinna og var sagan í stanslausri mótun fram til ársins 1960. Þar sem henni var aldrei ætlað það hlutverk uppfræða fáfróða lesendur um samkynhneigð eða standast þær útgáfukröfur sem gerðar voru í upphafi 20. aldarinnar stendur eftir tímalaus ástarsaga sem reynir umfram allt uppfylla þrá höfundarins eftir sanngjarnari heimi.

Þættir

,