Fólkið í garðinum

Fjórði þáttur

Í þessum þætti er staldrað við leiði systkinanna Benedikts Sveinssonar (1826-1899) alþingismanns og Þorbjargar Sveinsdóttur (1827-1903) ljósmóður. Bæði voru þau afar virk í stjórnmálaumræðunni á sínum tíma, Benedikt var af mörgum álitinn arftaki Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga en Þorbjörg stóð honum þétt baki og þótti ekki síður áhrifamikil en bróðir hennar. Þorbjörg stofnaði einnig Hið íslenzka kvenfélag ásamt Ólafíu fósturdóttur sinni árið árið 1894.

Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Frumflutt

12. júní 2021

Aðgengilegt til

23. apríl 2025
Fólkið í garðinum

Fólkið í garðinum

Sagt er frá einstaka fólki sem jarðsett er Hólavallagarði, gamla kirkugarðinum við Suðurgötu. Í hverjum þætti er staldrað við tvö leiði og rakin ævi þeirra sem þar hvíla.

Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Þættir

,