Eldgosavakt RÚV í útvarpi

Eldgosavakt á Rás 2

Bein útsending vegna eldgoss á Reykjanesskaga norðan Grindavíkur.

Þórður Helgi Þórðarson og Hulda G. Geirsdóttir voru á eldgosavakt ásamt Ragnhildi Thorlacius af fréttastofu RÚV. Fylgst var með stöðu mála á Reykjanesskaga, en gos hófst rétt rúmlega sex í morgun.

Rætt var við Kristinn Harðarson framkvæmdastjóra hjá HS Orku, Ármann Höskuldsson eldfjallafræðing, Sigurbjörn Daða Dagbjartsson Grindvíking, Hjördísi Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Almannavarna, Tryggva Aðalbjörnsson fréttamann og Guðlaug Helga Sigurjónsson sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar, auk þess sem fylgst var með stöðunni í Reykjanesbæ og helstu tíðindum af fréttavakt ruv.is.

Aukafréttatímar sjónvarps kl. 9 og 12 voru einnig sendir út á Rás 2.

Frumflutt

8. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Eldgosavakt RÚV í útvarpi

Bein útsending vegna eldgoss á Reykjanesskaga í nágrenni Grindavíkur.

Þættir

,