Ávextir Beyoncé: Sítrónur, hunang og spjöld sögunnar
Sólóferill súperstjörnunnar Beyoncé spannar tvo áratugi en enginn listamaður hefur oftar verið verðlaunaður í sögu Grammy verðlaunanna. Tónlistarkonan hefur á löngum ferli flakkað á milli tónlistarstíla og sýnt og sannað að hún getur jöfnum höndum glímt við R'n'B, hip hop, rokk, kántrí og klassík. Við förum yfir ávexti Beyoncé, í löngu máli og af mikilli innlifun, og spönnum hennar fjölbreytta feril allt frá Houston, Texas til heimsyfirráða.
Umsjón: Snærós Sindradóttir.