Að horfa á tónlist

Tristan og Ísold

Tristan og Ísold er eitt mesta byltingarverk tónlistarsögunnar. Wagner, Liszt og Berlioz voru í fararbroddi breytinga og þróunar á tónlist á sínum tíma, og vildu horfa til framtíðar með tónverk sín, en ekki til fortíðar eða samtíðar eins samtímamenn þeirra Brahms, Schumann og Mendelssohn. Hinn frægi „nútíma“ hljómur, „Tristan-hljómurinn“, fékk þetta nafn vegna hins ómstríða hljóms sem Wagner margendurtekur í verkinu.

Wagner var undir áhrifum Búddískra fræða og heimspekikenninga Schopenhauers þegar hann samdi Tristan og Ísold. Búddismi vill slökkva sem mest á ástríðum mannsins og Schopenhauer taldi hina svokölluðu ást mannfólksins vera til bölvunar. Wagner var flestu leyti sammála heimspeki Schopenhauers, nema hvað varðaði ástina. Wagner taldi æðsta tegund ástarinnar væri andleg ást með sterkri blöndu af líkamlegri ást.

útgáfa af sögu Tristans og Ísoldar sem Íslendingar þekkja hvað best, var þýdd á íslensku úr frönsku á 13. öld og gefin út hér á landi sem riddarasaga. Þar er sambandi Tristans og Ísoldar lýst sem sterku líkamlegu framhjáhaldssambandi. Wagner leggur hins vegar ekki áherslu á líkamlega þáttinn í sínu verki, heldur hinar yfispenntu og sjúklegu ástríður sem leiða Tristan og Ísold inn í dauðann, því það er aðeins þar sem þau geta sameinast, ekki í lífinu, því Ísold er gift öðrum manni. Í verki Wagners svíkur Tristan ástir þeirra Ísoldar vegna veraldlegs metnaðar síns, en sér sér þegar hann fær dreypa á andbælingarlyfi sem kallast ástardrykkur.

Umsjón: Árni Blandon.

Frumflutt

27. sept. 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Að horfa á tónlist

Að horfa á tónlist

Í júlí og ágúst eru verk Richards Wagner (1811-1883) flutt í óperuhúsinu sem hann lét reisa í Bayreuth. Á síðasta ári Árni Blandon Hring Niflungsins, Meistarasöngvarana og Parcifal í Bayreuth og kynnti verkin á Rás 1. Í ár voru meðal annars í sýningu í Bayreuth Tannhäuser, Lohengrin og Tristan og Ísold. Árni Blandon kynnir þessi verk á Rás 1.

Þættir

,