Seinni þáttur
Í þessum seinni þætti af tveimur koma meðal annars fyrir hringvegurinn og uppbygging Vestmannaeyja eftir gos, tölvutækni og roðsokkur, pylsur og gos og Halldór Laxness.
Árið 1974 og framtíðin.
Hófst nútíminn á Íslandi fyrir alvöru fyrir 50 árum? Þetta er spurning sem tekin verður til skoðunar í þáttunum 1100 ár þar sem árið 1974 verður skoðað. Þetta ár héldu Íslendingar upp á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar og horfðu yfir farinn veg en jafnframt kom fjölmargt til sögunnar hér á landi sem horfði til framtíðar. Leitað verður fanga í safni Ríkisútvarpsins og hljóðritanir frá viðburðum þessa árs settar í nýtt samhengi.
Umsjón: Guðni Tómasson.