09:03
Aðventugleði Rásar 2
Fyrri hluti
Aðventugleði Rásar 2

Rás 2 blæs til árlegrar aðventugleði í Efstaleitinu þar sem góðir gestir líta við og dagskrárgerðarfólk Rásarinnar gírar sig upp fyrir jólin.

Aðventugleðin hófst með spjalli Huldu Geirsdóttur og Felix Bergssonar við góða gesti og svo tók hvert atriðið við af öðru. Ólafur Páll Gunnarsson var á sviðinu og ræddi við tónlistarfólkið.

Pétur Eggerz og Guðni Franzson sögðu frá skemmtilegri jóladagskrá Þjóðminjasafnsins sem á sér langa sögu.

Dóra og Döðlurnar tóku lagið.

Ragnheiður Maísól Sturludóttir ræddi umhverfisvænni jól, skiptimarkað jólasveinanna og fleira sniðugt sem minnkar neyslu og sóun yfir jólin.

Páll Óskar og Benni Hemm Hemm tóku lagið í beinni.

Elfa Dögg S, Leifsdóttir frá Rauða krossinum ræddi starfsemi Rauða krossins yfir hátíðarnar, minnti á vinasímann og fleiri góð verkefni sem borin eru uppi af sjálfboðaliðum.

Margrét Eir var síðust á svið fyrir hádegi ásamt hljómsveit og kór.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 3 klst. 17 mín.
,