Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Afstaða Íslendinga og hinna Norðurlandaþjóðanna til þeirra aðgerða sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum hafa verið rannsakaðar. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, er einn þeirra sem rannsakaði málið. Hann fór yfir takmarkanirnar og viðhorf okkar til þeirra.
Í spjalli um dönsk málefni sagði Borgþór Arngrímsson okkur meðal annars frá óprúttnum mönnum sem með klækjum og gylliboðum höfðu jafngildi 100 milljarða króna út úr fólki og hurfu sporlaust.
Svo spjölluðum við um síld. Út er komin bók um síld; Síldardiplómasía heitir hún; höfundarnir eru tveir Svíar; annar er kokkur, hinn sendiherra, þeir landarnir kynntust í höfuðstað síldarinnar Siglufirði. Anita Elefsen, forstöðumaður Síldarminjasafns Íslands sagði okkur frá bókinni og síldinni.
Tónlist :
Pétur Grétarsson, Ólafur Kristjánsson, Bjarni Sveinbjörnsson - Misty.
Pétur Grétarsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Ólafur Kristjánsson - Blue moon.
Manilow, Barry - It never rains in Southern California.
Emilíana Torrini - Today has been ok.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Emil Hjörvar Petersen rithöfundur.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Útvarpsfréttir.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Útvarpsfréttir.
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Þátturinn hefst á frásögn skipstjóra með yfir hálfrar aldar reynslu, Jóns Ellerts Guðjónssonar. Ellert segir frá ferli sínum á fiskiskipum, kaupskipum og varðskipum, og ræðir m.a. um svokallað AIS-kerfi sem sér um tilkynningaskyldu skipa og báta nú orðið og sýnir sjófarendum hvaða skip og bátar eru í nágrenninu. Valur Sigurjónsson vélstjóri lenti stundum í viðgerðum á gufuvélum í togurum meðan þeir voru enn við lýði og segir frá því til dæmis þegar hann þurfti að fara inn í sjóðandi heitt rými til viðgerða og hélst ekki við nema nokkrar mínútur í einu. Ágúst Einarsson, sem líka er vélstjrói, segir frá atvikum þar sem hafa þurfti hraðar hendur og útsjónarsemi við viðgerðir á skipsvélum úti á rúmsjó en hann segir líka frá því hvernig hann læknaði sig af sjóveiki með því að pína í sig hafragraut. Þótt grauturinn kæmi aftur og aftur upp úr honum og á diskinn hélt hann áfram að skófla honum í sig þar til hann var búinn. Loks er spjallað við feðgana Lúðvík Gunnlaugsson og Gunnlaug Traustason sem voru að gera við Trausta EA um leið og Húni II var í slipp á Akureyri í apríl 2012. Trausti er furubátur með eikarböndum sem Lúðvík forðaði frá glötun á Ólafsfirði fyrir nokkrum árum. Þeir hafa báðir gríðarlega gaman af að halda honum við og ánægjan skín úr augunum á þeim. Gunnlaugur rak skipasmíðastöð ásamt Trausta Adamssyni um árabil og þeir smíðuðu meðal annars Hildi sem nú er skonnorta hjá Norðursiglingu á Húsavík. Gunnlaugur sagði með blik í auga að hann langaði til að smíða nýjan bát en það væri líka gaman að gera Trausta upp.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kvöldfréttir útvarps
Brot úr Morgunvaktinni.
Skemmtilegir þættir fyrir börn og fullorðna um barnamenningu af ýmsum toga. Umsjón: Sigrún Harðardóttir.
Í þessum fyrsta þætti Sprotans fræðumst við um undraveröld Astridar Lindgren, kynnumst sögunum hennar og heyrum tónlist úr leiksýningum. Við fáum til okkar góða gesti sem þekkja Astrid vel, en þau eiga það öll sameiginlegt að vera þáttakendur í leiksýningunni Emil í Kattholti í Borgarleikhúsinu. Það eru þau Gunnar Erik Snorrason og Þórunn Obba Gunnarsdóttir sem fara með hlutverk Emils og Ídu, Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem er leikstjóri sýningarinnar og Sigrún Edda Björnsdóttir sem fer með hlutverk Títuberja-Mæju, en hefur áður túlkað bæði Línu Langsokk og Ronju Ræningjadóttur.
Umsjón: Sigrún Harðardóttir.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Zurich Sing-Akademie kórsins og B'Rock barrokksveitarinnar sem fram fóru á Beethovenhátíðinni í Bonn, 8. september sl.
Á efnisskrá er Missa Solemnis i D-dúr op. 123 eftir Ludwig van Beethoven.
Einsöngvarar: Birgitte Christensen, Sophie Harmsen, Johannes Weisser og Thomas Walker.
Stjórnandi: René Jacobs.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
eftir Thor Vilhjálmsson, höfundur les.
Bókin inniheldur þrjár sögur eða „skýrslur“ eins og höfundurinn kallar þær. Allt eru það íronískar ferðasögur, hver með sínu móti. Fyrsta skýrslan nefnist „Hrakningar“ og er skopstæling á íslenskum frásöguþáttum um hrakninga og mannraunir. Þar segir frá nokkrum bændum sem taka sig upp um hávetur í leit að konu sem á að vera grafin í fönn í óbyggðum. Það er einmitt Folda sú sem bókin dregur nafn af. Næsta skýrsla, „Sendiför,“ segir frá kynnisferð íslenskrar sendinefndar til Kína og óspart gert gys að heimóttarskap landans í fjarlægum löndum. Loks er svo „Skemmtiferð“, sem fjallar um för borgaralegra hjóna til sólarlanda. Þau búa á fínu hóteli en hafa ekki ráð á borga fyrir matinn þar og nærast ekki á öðru en ólívum.
Folda kom út árið 1972, naut strax vinsælda lesenda og þótti með aðgengilegustu verkum höfundarins á þeim tíma. (Áður á dagskrá 2009)
Thor las söguna fyrir útvarpið árið 1985
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Útvarpsfréttir.
Við fáum til okkar sagnfræðinginn Önnu Dröfn Ágústsdóttur sem hefur kafað ofan í líf, sögu og verk Óla K., fyrsta fastráðna blaðaljósmyndarans á Íslandi.
Við rýnum í nýkynntar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Ragný Þóra Guðjohnsen, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar kemur til okkar.
Við höldum síðan áfram að ræða vendingar í þýskum stjórnmálum en ríkisstjórnin þar í landi sprakk í síðustu viku, mikið gengur á og líklegt er að kosið verði í febrúar. Við ræðum við Eirík Ásþór Ragnarsson, hagfræðing sem er búsettur í Þýskalandi.
Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði við Háskóla Íslands, og Hafsteinn Einarsson, nýdoktor í stjórnmálafræði, koma til okkar í lok þáttar en þeir halda úti síðunni Metill.is þar sem birt er kosningalíkan sem spáir fyrir um úrslit kosninganna á annan hátt en gert hefur verið.
Við höldum síðan áfram að ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Höllu Hrund Logadóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og Ásthildi Lóu Þórsdóttur, oddvita Flokks fólksins, í sama kjördæmi.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Bein útsending frá kjördæmafundum í aðdraganda kosninga.
Umsjón: Freyr Gígja Gunnarsson og Ólöf Rún Erlendsdóttir
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.