Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar í þetta sinn er fyrsta hljómplata bandarísku tónlistarkonunnar Tracy Chapman sem kom út árið 1988 og heitir einmitt Tracy Chapman.
A-hlið:
Talkin' bout a Revolution
Fast Car
Across the Lines
Behind the Wall
Baby Can I Hold You
B-hlið:
Mountains o'Things
She's Got Her Ticket
Why?
For My Lover
If Not Now
For You
Aukalag í þættinum, Fast Car frá Grammy verðlaunahátíðinni 2024 þar sem Tracy Chapman söng með Luke Comb's.
Jón R. Hjálmarsson skólastjóri ræðir við fólk á Suðurlandi.
Jón R. Hjálmarsson ræðir við: Þórð Jóhannsson kennara, Hveragerði; Ingimar Sigurðsson, Fagrahvammi, Hveragerði; Lauritz Christiansen, Hveragerði; Poul Michelsen, Hveragerði og Ólaf Steinsson oddvita í Hveragerði.
(Áður á dagskrá 1969)
Veðurstofa Íslands.
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Hér segir frá því er Danir vildu leita í rætur menningar sinnar í íslenskum fornbókmenntum og konungar gerðu út menn að safna handritum. Hvaða viðhorf lágu þar að baki, hvernig brugðust Íslendingar við og af hverju var handritunum skilað að lokum?
Rætt við Sumarliða Ísleifsson og Sigrúnu Davíðsdóttur
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur, Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður voru gestir þáttarins. Þeir ræddu meðal annars snjóflóðið í Súðavík og ofanflóðavarnir, vopnahlé á Gaza og framkvæmd kosninga til Alþingis.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Útvarpsfréttir.
Ótímabundið verkfall gæti hafist í nokkrum framhaldsskólum eftir mánuð ef kjarasamningar nást ekki. Formaður félags framhaldsskólakennara segir pattstöðu í viðræðunum.
Ríkisstjórn Ísreals samþykkti í nótt vopnahléssamning við Hamas sem tekur gildi á morgun. Samkomulagið felur meðal annars í sér lausn ísraelskra gísla og palestínskra fanga.
Norðaustan hvassviðri gengur yfir landið og gul viðvörun er í gildi norðan- og vestanlands. Heiðar gætu lokast með skömmum fyrirvara.
Fjármálaráðherra segir stöðu fyrstu kaupenda og tekjulægri hópa í forgangi á íbúðamarkaði og aðgerðum í þágu þeirra verði haldið áfram.
Umdeild próf, sem notuð voru til að meta hvort taka ætti börn af foreldrum sínum, verða aflögð á Grænlandi. Prófin þóttu vera miðuð að dönskum foreldrum og ekki taka nægt tillit til Grænlendinga og menningu þeirra.
Samfélagsmiðlarisinn Meta tilkynnti nýlega að hætt yrði að leiðrétta staðreyndavillur á facebook og instagram til að koma í veg fyrir ritskoðun. Dósent í fjölmiðlarétti segir segir það tímaskekkju að tjáning á samfélagsmiðlum eigi ekki að lúta neinum reglum.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Kúbu í öðrum leik sínum á HM í Króatíu í kvöld. Leikmenn Íslands segja liðið ætla að gera enn betur en gegn Grænhöfðaeyjum í fyrradag.
Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2025 ár skammtafræðinnar.
„Leggðu þig á láðið, hvar lækjarbunur hvína. Farðu svo að þenkja þar um þig og sköpunina," orti skáldið Sigurður Breiðfjörð á fyrri hluta 19. aldar. Við veljum okkur vænan íslenskan lautarbarm, látum okkur falla í dúnmjúkan mosann og hlýðum á streymi vatnsins allt um kring. Hefjum þar að þenkja um það smæsta, og í senn það stærsta; eindir jarðar, minnstu einingar alls og einskis samkvæmt skammtafræðinni. Í þessari þáttaröð horfum við á jörðu og himinsfar, hafsins firna díki, „Gættu að rétt, hver þú ert þar í þessu stóra ríki," eins og Sigurður Breiðfjörð orðaði það. Í þessum þáttum, frá 2023, kynnum við okkur heim skammtafræðinnar, og brjótum heilann um tímann, svarthol, grátt efni, hvítt efni og raunar allra handa efni.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.
„Leggðu þig á láðið, hvar lækjarbunur hvína. Farðu svo að þenkja þar um þig og sköpunina," orti skáldið Sigurður Breiðfjörð á fyrri hluta 19. aldar. Við veljum okkur vænan íslenskan lautarbarm, látum okkur falla í dúnmjúkan mosann og hlýðum á streymi vatnsins allt um kring. Hefjum þar að þenkja um það smæsta, og í senn það stærsta; eindir jarðar, minnstu einingar alls og einskis samkvæmt skammtafræðinni. Í þessari þáttaröð horfum við á jörðu og himinsfar, hafsins firna díki, „Gættu að rétt, hver þú ert þar í þessu stóra ríki," eins og Sigurður Breiðfjörð orðaði það. Við kynnum okkur heim skammtafræðinnar, í því ljósi brjótum við heilann um tímann, svarthol, grátt efni, hvítt efni og raunar allra handa efni.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er framundan. Þráinn Hjálmarsson og Gunnhildur Einarsdóttir, sem sjá um listræna stjórn hátíðarinnar ásamt fleirum, segja frá því sem framundan er.
Lagalisti:
Fjord - Gárur
Models of Duration - Duration I
Óútgefið - Mið, tími hinnar forsjálu þagnar viibra - CD Players
Óútgefið - The Factory
Tónlist úr ýmsum áttum
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Jöklarnir hopa og sá þrýstiléttir á eldstöðvum þar undir virðist leiða til þess að kvikugangur eigi auðveldar með því að brjóta sér leið í gegnum jarðskorpuna. Í þessum þætti eru gerð skil á rannsókn jarðeðlisfræðingsins Freysteins Sigmundssonar og kollegum hans í ISVOLC hópnum á samspili jökla og eldgosa. Þá er einnig sótt í viskubrunn Helga Björnssonar, sem er einn af fremstu jöklafræðingum Íslands.
Umsjón: Atli Freyr Arason
Leikna sjónvarpsþáttaröðin um Vigdísi Finnbogadóttur hefur verið í þróun í yfir tíu ár enda vandasamt verk að koma uppvexti og mótunaröflum fyrsta þjóðkjörna kvenforseta heims í handritaform. Hvaða áskoranir fylgja því að túlka Vigdísi Finnbogadóttur, konuna sem braut blað í heimssögunni, og hvernig er hægt að endurskapa veröldina sem blasti við íslensku þjóðinni á fimmta til áttunda áratug síðustu aldar?
Í þessum þáttum fáum við innsýn í handrita- og framleiðsluferli þáttanna. Leikstjórar, leikarar, leikmynda- og búningahönnuðir eru meðal þeirra sem sitja fyrir svörum og segja okkur sögurnar bakvið tjöldin.
Umsjón: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Björg Magnúsdóttir og Ágústa Ólafsdóttir tóku að sér það vandasama verk að koma uppvexti og mótunaröflum fyrsta þjóðkjörna kvenforseta heims í handritaform. Í þessum þætti fáum við innsýn í handritagerð þáttanna auk þess sem leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir og leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir leiða okkur í gegnum vinnu sína og senurnar sem birtast okkur í lokaþættinum.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
„Heimska fólks felst í því að eiga svör við öllu. Viska skáldsögunnar felst í því að eiga spurningar við öllu,“ sagði Milan Kundera á einum stað. Og í þættinum í dag munu eflaust vakna ýmsar spurningar. Þessa vikuna verðum við með hugann við karnivalíska skáldsögu um réttláta reiði, útlegð og ofbeldi en líka samhygð og mennsku. Við rýnum í nýja skáldsögu eftir Almar Stein Atlason, Mold er bara mold – litla systir mín fjöldamorðinginn. Almar sem hefur hingað til verið áberandi í myndlistinni og sem gjörningalistamaður en kemur skeiðandi á ritvöllinn með skáldsögu og það í þremur bindum saman í kassa. Við drögum fram sparistellið, Mikail Bakhín og kenningar um gróteskuna og karnívalið af þessu tilefni. Mold er bara mold er rússíbani, saga full af hasar, ádeilu og íróníu.
Í lokin fylgjum við því eftir með samtali við Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur sem veltir með mér vöngum yfir undiröldu í menningarefni nútímans, meðal annars bók Almars, þar sem dregnar eru fram í dagsljósið afleiðingar hinna ströngu hefða og viðmiða vestrænna samfélaga, um miðjuna og jaðarinn, hvað við erum oft félagslega nærsýn og gleymin – og já hvernig listin sýnir „normið“ í nýju ljósi.
Viðmælendur: Almar Steinn Atlason og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
Lesari: Jóhann Egill Jóhannsson
Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos / Bang bang (My baby shot me down) - Nancy Sinatra / I'm Kin - Colleen
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-15
Óskar Guðjónsson, Magnús Jóhann Ragnarsson - Greindargerjun.
Brown, Ray, Peterson, Oscar, Getz, Stan, Ellis, Herb, Roach, Max, Gillespie, Dizzy - It's the talk of the town.
James, Elmore, Wilkins, Joe, Bivens, Cliff, Williamson, Sonny Boy, Campbell, Dave, O'Dell, Frock - Eyesight to the blind.
Mikael Máni Ásmundsson - Birthday.
Wright, Lizz - All the Way Here.
Steingrímur Karl Teague, Magnús Trygvason Eliassen, Andri Ólafsson Kontrabassaleikari, Ari Árelíus, Rebekka Blöndal - Hvað þú vilt (feat. Moses Hightower).
Fitzgerald, Ella and her Famous Orchestra - Stairway to the stars.
Haden, Charlie, Jarrett, Keith - Don't ever leave me.
Myers, Amina Claudine, Smith, Wadada Leo - Jaqueline Kennedy Onassis Reservoir.
Afro-Latin Jazz Orchestra, O'Farrill, Arturo - Clump, unclump.
Einar Scheving - Hvert örstutt spor.
ADHD Hljómsveit - Hofslundur.
Mondragon, Joe, Pepper, Art, Hawes, Hampton, Bunker, Larry - Holiday flight.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Tríó Stanley Jordan leikur lögin Over The Rainbow, Autumn Leaves, Lady In My Life, Ipressions, Stolen Moments og Return To Expedition. Söngkonan Mona Larsen syngur lögin Blue Morning, Searching, Moments, Ships In The Night og Strange To Love. Kvintett Art Blakey leikur lögin Now's The Time, A Night In Tunisia og Split Kick.
Átta þátta röð um eyjuna sem minni í bókmenntasögu Vesturlanda. hefst í dag. Fjallað um forvitnilegra eyjar í vestrænum bókmenntum og
rýnt í það líf sem þar er lifað.
Umsjónarmaður er Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Amardóttir.
(1997)
Í þessum þætti er fjallað um Eyjar-stefið í forngrískum goðsögum og fyrirmyndarríkið Atlantis sem á að hafa sokkið í sæ endur fyrir löngu.
Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan sveimar um plötusafnið og rifjar upp nokkra listamenn sem lítið ber á nú til dags. Norski söngvarinn Ragnar Asbjörnsen eða Ray Adams syngur nokkur lög frá sjöunda áratugnum og sænska söngkonan Alice Babs tekur dúetta með Svend Asmussen og Charlie Norman. Harmónikuleikarararnir Olle Johnny og Jo Basile galdra fram eitt og annað, Django Reinhardt svíngar með Coleman Hawkins og Stephane Grappelli og kvintett víbrafónleikarans Lars Erstrand leikur sveiflu af árgerð 1971. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur, Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður voru gestir þáttarins. Þeir ræddu meðal annars snjóflóðið í Súðavík og ofanflóðavarnir, vopnahlé á Gaza og framkvæmd kosninga til Alþingis.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Áttirnar eru fimm hjá Önnu Maríu Gunnarsdóttur í fimmu dagsins. Hún fer um víðan völl og talar um áttirnar í lífi sínu, menntasofnanir sem hún brennur fyrir og ástina sem blómstrar í útiveru og ævintýrum.
Í síðari hlutanum kíkjum við á það sem gerðist á deginum
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Útvarpsfréttir.
Ótímabundið verkfall gæti hafist í nokkrum framhaldsskólum eftir mánuð ef kjarasamningar nást ekki. Formaður félags framhaldsskólakennara segir pattstöðu í viðræðunum.
Ríkisstjórn Ísreals samþykkti í nótt vopnahléssamning við Hamas sem tekur gildi á morgun. Samkomulagið felur meðal annars í sér lausn ísraelskra gísla og palestínskra fanga.
Norðaustan hvassviðri gengur yfir landið og gul viðvörun er í gildi norðan- og vestanlands. Heiðar gætu lokast með skömmum fyrirvara.
Fjármálaráðherra segir stöðu fyrstu kaupenda og tekjulægri hópa í forgangi á íbúðamarkaði og aðgerðum í þágu þeirra verði haldið áfram.
Umdeild próf, sem notuð voru til að meta hvort taka ætti börn af foreldrum sínum, verða aflögð á Grænlandi. Prófin þóttu vera miðuð að dönskum foreldrum og ekki taka nægt tillit til Grænlendinga og menningu þeirra.
Samfélagsmiðlarisinn Meta tilkynnti nýlega að hætt yrði að leiðrétta staðreyndavillur á facebook og instagram til að koma í veg fyrir ritskoðun. Dósent í fjölmiðlarétti segir segir það tímaskekkju að tjáning á samfélagsmiðlum eigi ekki að lúta neinum reglum.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Kúbu í öðrum leik sínum á HM í Króatíu í kvöld. Leikmenn Íslands segja liðið ætla að gera enn betur en gegn Grænhöfðaeyjum í fyrradag.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.
Helgarútgáfan heilsar að venju að loknum hádegisfréttum og þá fer Kristján Freyr yfir allt það helsta í menningu og málefnum líðandi stundar. Það er ekki bara runnið á landann handboltaæði því Söngvakeppnin er á næsta leyti. Tónlistarkonan og Júróvisjónstjarnan Regína Ósk leit við í hljóðverið og fór yfir lögin tíu sem keppa í ár. Þar að auki heyrði Kristján í Andra Frey Jónassyni, formanni stðningsmannaklúbbi Gri,sby á Íslandi en þau komu saman í Hlégarði í Mosfellsbæ, heimavelli klúbbsins, og héldu upp á Grimsby-daginn. Loks heyrðum við í hlustendum sem völdu sín óskalög úr safni Söngvakeppninna í gegnum tíðina.
Hér er lagalistinn:
Frá kl. 12:40:
SPILVERK ÞJÓÐANNA - Græna Byltingin.
BOB DYLAN - Like a Rolling Stone.
Gummi Binni - Mr. Tambourine Man
Moses Hightower - Vandratað.
Janelle Monae - Turntables.
PRIMAL SCREAM - Movin' on up.
Fontaines D.C. - Favourite.
THE CARDIGANS - Carnival.
ÍRAFÁR - Allt Sem Ég Sé.
PAVEMENT - And Carrot Rope.
WEEZER - Say it Aint So.
MARKÚS - É bisst assökunar.
HANDBOLTALANDSLIÐIÐ - Allt að verða vitlaust (Handboltalandsliðið) (Handboltalag).
Frá kl. 14:00
REGÍNA ÓSK - Allt Í himnalagi.
Mannakorn - Línudans.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Sóley.
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL OG SALSASVEITIN - Ferrari.
Einar Lövdahl - Um mann sem móðgast.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
SILVÍA NÓTT - Til Hamingju Ísland.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, Logi Pedro Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.
TOM TOM CLUB - Genius of Love.
Frá kl. 15:00
HEIÐA - Ég og heilinn minn.
PIXIES - Here Comes Your Man.
BJARNI ARA - Karen.
Guðrún Árný Karlsdóttir - Andvaka.
Young, Lola - Messy.
Soffía Björg - Draumur að fara í bæinn.
The Weeknd - In Your Eyes.
Royel Otis - Murder on the Dancefloor (triple j Like A Version).
MORRISSEY - First Of The Gang To Die.
KAISER CHIEFS - Ruby.
Blink - All the small things.
Umsjón: Ragga Holm.
Fréttastofa RÚV.
Upphitun í aðdraganda leiks og bein lýsing frá leik Íslands og Kúbu á HM í handbolta 2025. Útsending frá leik hefst kl. 19:20. Lýsandi er Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.