18:00
Kvöldfréttir útvarps
Einn í gæsluvarðhaldi og fimm í haldi lögreglu vegna rannsóknar á manndrápi
Kvöldfréttir útvarpsKvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Að minnsta kosti einn af þeim fimm sem eru í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á manndrápi og fjárkúgun aðfaranótt þriðjudags var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald síðdegis.

Ofbeldisalda hefur skollið á suðurhluta Sýrlands undanfarna daga og að minnsta kosti 1.400 alavítar hafa verið drepnir af öryggissveitum og vígamönnum sem tengjast sitjandi valdhöfum.

Kvikmyndaframleiðandi þarf að skila milljóna framleiðslustyrk sem hann fékk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands vegna seinagangs við tökur myndarinnar.

Grænlenska stjórnin féll í kosningum í gær og sigurvegarar eru flokkarnir Demokraatit og Naleraq. Leiðtogi Demokraatit frjálslynds vinstri flokks er líklegastur til að leiða nýja stjórn.

Er aðgengilegt til 12. mars 2026.
Lengd: 10 mín.
,