07:03
Morgunútvarpið
17. okt - Bandaríkin, frambjóðendur og Stuðlar
Morgunútvarpið

Eigendur TikTok, ByteDance, hafa nú stigið inn á svið bókaútgáfu. Þau byrjuðu á rafbókum en segja yfirgnæfandi meiri áhuga á raunverulegum bókum og því færi þau sig í meira mæli inn á það svið. Við hringjum í Heiðar Inga Svansson, formann félags Bókaútgefenda, hann er í Frankfurt þar sem fer nú fram bókamessa.

Silja Bára Ómarsdóttir ræðir við okkur um stöðuna í Bandaríkunum.

Sævar Helgi Bragason - vísindahorn.

Línur eru að hluta til farnar að skýrast hvað frambjóðendur til kosninga í nóvember varðar. Við ræðum þau mál við Andrés Jónsson, almannatengil, og Freyju Steingrímsdóttur, stjórnmálafræðing og sérfræðing í herferðastjórnun.

Við höldum síðan áfram að ræða Kveiksþátt vikunnar þar sem fjallað var um óboðlegt ástand á Stuðlum sem væri orðið hættulegt börnum. Við ræðum við Salvör Nordal, umboðsmann barna.

Næstum ár er síðan Grindvík var rýmd 10. nóvember og íbúar fluttu burt úr bænum. Grindavíkurnefnd tilkynnti svo í gær að Grindavíkurbær verði opnaður öllum frá mánudagsmorgni. Hvað finnst Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi um það? Við ræðum jörðina undir Grindavík og tökum stöðuna með honum.

Er aðgengilegt til 17. október 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,