07:03
Morgunútvarpið
4. okt - VG, Watson og vextir
Morgunútvarpið

Evr­ópu­ráðs­þing­ið skilgreindi Ju­li­an Assange sem póli­tísk­an fanga fyrr í vikunni. Þingið komst að þessari niðurstöðu eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vann skýrslu um varðhald hans í Englandi og lagði fyrir laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins. Eins kallaði Evrópuráðsþingið eftir því að bandarísk yfirvöld efndu til óhlutdrægrar rannsóknar á ásökunum sem WikiLeaks afhjúpaði. Þórhildur Sunna verður á línunni.

Landsfundur Vinstri grænna hefst í dag þar sem kosið verður í æðstu embætti og rætt hefur verið um ályktun um stjórnarslit. Við ræðum við Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann flokksins.

Undanfarið höfum við fylgst með máli hvalverndunarsinnans Pauls Watson á Grænlandi. Dómari í grænlenska höfuðstaðnum Nuuk hefur kveðið upp þann úrskurð að Watson verði áfram í gæsluvarðhaldi til 23. október. Watson var handtekinn 21. júlí í viðamikilli lögregluaðgerð í Nuuk á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar að kröfu Japana. Við ætlum að ræða mál Watson við Valgerði Árnadóttur, talsmann samtakanna Hvalavina.

Viðskiptabankarnir hafa verið að lækka óverðtryggða vexti inn- og útlána í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar Seðlabankans í fyrradag. Við ræðum vexti og bankana við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna.

Við förum yfir hinar ýmsu fréttir vikunnar með Þórhalli Gunnarssyni og Hólmfríði Gísladóttur.

Er aðgengilegt til 04. október 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,