Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Héðins Halldórssonar er Salka Guðmundsdóttir, leikskáld.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Á Óperukvöldi útvarpsins fim. 6. mars verður flutt óperan „Gagnrýnandinn“ eftir Charles Villiers Stanford, byggð á leikriti eftir 18. aldar rithöfundinn Richard Brinsley Sheridan. Í tilefni af því verður þátturinn „Á tónsviðinu“ sama dag einnig helgaður tónlist við leikrit Sheridans. Sheridan fæddist 1751 og dó 1816. Hann þykir vera eitt merkasta leikritaskáld Bretlandseyja á 18. öld og meðal frægra leikrita hans eru „The Rivals“ og „The School of Scandal“. Síðarnefnda leikritið var flutt sem útvarpsleikrit hjá Ríkisútvarpinu árið 1966 og hét þá „Mannskemmdaskólinn“ í þýðingu Árna Guðnasonar. Í þættinum verða flutt nokkur brot úr þessari útvarpshljóðritun á leikritinu. Einnig verður flutt tónlist við verk Sheridans eftir Thomas Linley yngri, Christoph Ernst Friedrich Weyse, Roberto Gerhard og Sergei Prokofiev. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Gunnar Hansson.

Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson
Guðsþjónusta.
Fyrsti sunnudagur í föstu.
Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Kór Áskirkju syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar.
TÓNLIST:
Forspil: Fúga í g-moll eftir Josef Gabriel Rheinberger.
Fyrir predikun:
Sálmur 92a. Upp, upp mín sál (1. passíusálmur) Hallgrímur Pétursson | höf. óþekktur.
Sálmur 110. Hreint skapa hjarta. Páll Jónsson | Úr hymnodia sacra (höf. óþekktur).
Sálmur 679. Sú von er sterk. Sigurbjörn Einarsson | Þorkell Sigurbjörnsson.
Eftir predikun:
Sálmur 741. Ég trúi og treysti á þig Guð. Arngerður María Árnadóttir | John L. Bell.
Sálmur 303. Að borði þínu fáum fært. Jón Ragnarsson | Carl Nielsen.
Sálmur 516b. Son, Guðs ertu með sanni (úr 25. passíusálmi) Hallgrímur Pétursson | Sigurður Sævarsson.
Undir altarisgöngu syngur kórinn: Hef ég upp háttinn ljóða úr 17. aldar handritinu Melodíu.
Eftirspil: Prelúdía og fúga í F dúr eftir Johann Caspar Simon.
Útvarpsfréttir.
Laun borgarstjóra fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hækkuðu um 50 prósent á síðustu tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir ámælisvert að borgarstjóri hafi ekki sagt sig frá formennskunni.
Rússar náðu valdi á þorpi í Donetsk-héraði í Úkraínu í morgun. Embættismenn eru sakaðir um smekkleysi fyrir gjafir til mæðra fallinna rússneskra hermanna.
Kínverjar boða aukin framlög til varnarmála. Stjórnvöld segja snöruna um Taívan verða þrengda ef sjálfstæðissinnar gera sig breiðari.
Febrúar var óvenjuhlýr og á Austurlandi er snjólaust í byggð, frost nánast farið úr jörðu og gröfukarlar komnir í vorskap. Framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Neskaupstað og Seyðisfirði eru komnar á fullt og mætti halda að sumarið væri komið.
Svíar brjóta blað í Eurovision í ár og senda ekki alvörugefið popp -- heldur grínlag. Finnsk sánaböð eru viðfangsefni sænska framlagsins í þetta skipti.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fer Karitas á heimsmeistaramótið í skíðagöngu í Þrándheimi. Með henni í þættinum í dag er íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson, sem er ansi fróður um íþróttina, enda var hann sjálfur í landsliðinu í skíðagöngu.
Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessari fjögurra þátta röð, úr smiðju feðginanna Snærósar Sindradóttur og Sindra Freyssonar, er ævintýralegur og hreint ótrúlegur ferill Jósafats rakinn frá upphafsárum hans í svindli á vellinum í Keflavík og þar til fjársvikin fóru að hlaupa á milljörðum á alþjóðasviðinu í Bretlandi og Írlandi - en þá hafði Jósafat fyrir löngu sagt skilið við nafnið sem honum var gefið í bernsku og farinn að kalla sig Grimson, Joe Grimson.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Á áttunda áratugnum var ágeng rannsóknarblaðamennska að fá byr undir báða vængi erlendis. Komin var fram ný kynslóð fréttamanna sem hikaði ekki við að svipta hulunni af spillingu og misgjörðum valdhafa og auðjöfra. Einn slíkur blaðamaður hér á landi var Vilmundur Gylfason, sem fjallaði um málefni Jósafats Arngrímssonar í óháðum fréttaþætti á RÚV og "dansaði línudans á meiðyrðalöggjöfinni" að eigin sögn.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Aðstoð við samsetningu og frágang: Guðni Tómasson
Viðmælendur í þessum þætti: Jón Ólafsson, Valgerður Bjarnadóttir og Valtýr Sigurðsson.
Lesarar í þessum þætti: Oddur Þórðarson, Freyr Rögnvaldsson, Björn Þór Sigurbjörnsson, Sindri Freysson, Karl Magnús Þórðarson, Guðni Tómasson, Andri Freyr Viðarsson og Rúnar Róbertsson
Útsending frá 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands föstudaginn 7. mars sl.
Stjórnandi: Eva Ollikainen
Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson
Efnisskrá:
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir - Glaðaspraða (hátíðarforleikur)
Ludwig van Beethoven - Píanókonsert númer 5 í Es dúr, opus 73
Jón Leifs - Darraðarljóð
Richard Strauss - Hetjulíf
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Hvernig hefur íslenskum samtímabókmenntum vegnað í Kaupmannahöfn? Hefur borgin ennþá þýðingu fyrir nýja höfunda hérlendis og hver er mynd hennar?
Rætt við Einar Má Guðmundsson og Annette Lassen.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Bjarni Jónsson, leikskáld, dramatúrg, leikstjóir, þýðandi og framleiðandi. Hann hefur komið að uppsetningu fjölda leikverka út frá framantöldum titlum, nú síðast var hann í hlutverki leikstjóra og dramatúrgs, eða leiklistarráðunautar, í uppsetningu leikritsins Innkaupapokanum, sem leikhópurinn Kriðpleir spinnur umhverfis veröld Elísabetar Jökulsdóttur og leikrit hennar „Mundu töfrana“. En Bjarni sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Min Kamp e. Karl Ove Knausgaard
Jóhannes á Borg e. Stefán Jónsson
Bækur Halldórs Laxness
Leikrit William Shakespeare
Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessari fjögurra þátta röð, úr smiðju feðginanna Snærósar Sindradóttur og Sindra Freyssonar, er ævintýralegur og hreint ótrúlegur ferill Jósafats rakinn frá upphafsárum hans í svindli á vellinum í Keflavík og þar til fjársvikin fóru að hlaupa á milljörðum á alþjóðasviðinu í Bretlandi og Írlandi - en þá hafði Jósafat fyrir löngu sagt skilið við nafnið sem honum var gefið í bernsku og farinn að kalla sig Grimson, Joe Grimson.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Á áttunda áratugnum var ágeng rannsóknarblaðamennska að fá byr undir báða vængi erlendis. Komin var fram ný kynslóð fréttamanna sem hikaði ekki við að svipta hulunni af spillingu og misgjörðum valdhafa og auðjöfra. Einn slíkur blaðamaður hér á landi var Vilmundur Gylfason, sem fjallaði um málefni Jósafats Arngrímssonar í óháðum fréttaþætti á RÚV og "dansaði línudans á meiðyrðalöggjöfinni" að eigin sögn.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Aðstoð við samsetningu og frágang: Guðni Tómasson
Viðmælendur í þessum þætti: Jón Ólafsson, Valgerður Bjarnadóttir og Valtýr Sigurðsson.
Lesarar í þessum þætti: Oddur Þórðarson, Freyr Rögnvaldsson, Björn Þór Sigurbjörnsson, Sindri Freysson, Karl Magnús Þórðarson, Guðni Tómasson, Andri Freyr Viðarsson og Rúnar Róbertsson
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Við lifum á tímum sem einkennast af miklum hraða. Allt er háð, eins og Baudelaire benti á, tímans ljá sem tærir okkur. Við höfum kannski gleymt því hversu gefandi
það er, að njóta listar listarinnar vegna. Við ætlum að ræða töfra lestursins, takmarkanir hans og möguleika.
Umsjón: Felix Exequiel Woelflin

Veðurfregnir kl. 22:05.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Þema dagsins: Iðnaðurinn
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Þó jólin séu handan við hornið þótti umsjónarmanni ekki tímabært að spila jólatónlist. Það bíður betri tíma. Í staðinn heyrðist t..d í Önnu Halldórs, Prefab Sprout, Sverri Norland, Guðrúnu Gunnars og Human League.
Útvarpsfréttir.
Laun borgarstjóra fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hækkuðu um 50 prósent á síðustu tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir ámælisvert að borgarstjóri hafi ekki sagt sig frá formennskunni.
Rússar náðu valdi á þorpi í Donetsk-héraði í Úkraínu í morgun. Embættismenn eru sakaðir um smekkleysi fyrir gjafir til mæðra fallinna rússneskra hermanna.
Kínverjar boða aukin framlög til varnarmála. Stjórnvöld segja snöruna um Taívan verða þrengda ef sjálfstæðissinnar gera sig breiðari.
Febrúar var óvenjuhlýr og á Austurlandi er snjólaust í byggð, frost nánast farið úr jörðu og gröfukarlar komnir í vorskap. Framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Neskaupstað og Seyðisfirði eru komnar á fullt og mætti halda að sumarið væri komið.
Svíar brjóta blað í Eurovision í ár og senda ekki alvörugefið popp -- heldur grínlag. Finnsk sánaböð eru viðfangsefni sænska framlagsins í þetta skipti.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Plata The Smiths, Meat is murder, var "eitís" plata vikunnar og heyrðum við tvö lög af henni. Þá var fyrsti stórsmellur Dead or alive, og sumir segja eini, topplag vikunnar. En lagið You spin me round (like a record) sat á toppi breska listans þann 9. mars 1985. Bryan Adams heldur tvenna uppselda tónleika í Eldborg í apríl nk. Hann sendir frá sér sína sextándu plötu síðar á árinu. Hún mun heita Roll with the punches og titillagið var nýr ellismellur vikunnar.
Annars var lagalistinn svona:
Á Móti Sóldögg - Uppboð (Viltu Í Nefið).
Eric Clapton - Promises.
Take That - How deep is your love.
Plan B - She Said.
Celebs og Sigríður Beinteinsdóttir - Þokan.
Dead og alive - You Spin Me Round (Like A Record).
Sam Fender - People Watching.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
Tears for fears - Change.
Teddy Swims - Guilty.
Sam Brown - Stop!.
Wet Leg - Wet Dream.
Justin Timberlake - Selfish.
The Bangles - Manic Monday.
Suede - Beautiful ones.
Olivia Dean - It Isn't Perfect But It Might Be.
Emmsjé Gauti, Björn Jörundur Friðbjörnsson og Fjallabræður - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Buddy Holly - That'll Be The Day.
14:00
Jón Jónsson og Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
Coldplay - A Sky Full Of Stars.
INXS - Suicide Blonde.
Gracie Abrams - That's So True.
Paul McCartney & Michael Jackson - Say Say Say.
The White Stripes - Seven Nation Army.
Skítamórall - Sælan 2025
VÆB - Róa.
The Smiths - Barbarism begins at home.
The Smiths- That joke isn't funny anymore.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
Beck - Up All Night.
15:00
Baggalútur - Grenjað á gresjunni.
38 Special - Caught Up In You.
Lola Young - Messy.
The Wallflowers - One headlight.
Buffalo Springfield - For What It's Worth.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Tracy Chapman - Talkin' bout a revolution.
Egó - Að elska er að finna til.
ABC - Be Near Me.
Sabrina Carpenter - Busy Woman.
Bryan Adams - Roll With The Punches.
GDRN - Parísarhjól.
Grant Lee Buffalo - Fuzzy.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.
Tónlistarmaðurinn Hálfdán Aron Hilmarsson semur tónlist undir nafninu hafaldan og var að gefa út sína fyrstu stuttskífu, reflections, á dögunum. Hann kíkti til okkar og spjallaði við okkur um stuttskífuna, sköpunarferlið sitt, Músíktilraunir og margt annað!
Tónleikaröðin Að standa á haus sem hefur verið haldin á RVK Bruggbar í Tónabíói er að líða að lokum en við tekur ný spennandi röð undir nafninu Herðum haus. Maria-Carmela Raso, viðburðastjóri Tónabíós, kom og spjallaði við Björk um þessar breytingar ásamt fleiru.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Open Jars - Run!
Sævar Jóhannsson - Headspace
Kóka Kóla Polar Bear - Two Phones
Richter - RIP remix
LucasJoshua - Floating Star 4
Borgir - Úti við sjó
Kyrsa - Come Alive
hafaldan - running, tripping, falling
hafaldan - in the crowd
hafaldan - eczema
hafaldan - blue moon
BEEF - Igló
Laufkvist - Allt nýtt verður venjulegt
hljodmaskinavif - skrýtin uppfinning, tilfinning
Mangantetur - Do u believe in Life on Other Planets??
Krash Bandicute - Mitalita
MSEA - Sap of the sun
Kaktus Einarsson - Lobster Coda
Amor Vincit Omnia - 100.000 km/klst
MSEA - Lungs are for breathing
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Að þessu sinni fáum við til okkar tónlistarkonuna Árnýju Margréti, sem hefur slegið í gegn með djúpri og einlægri lagasmíð. Hún sendi nýverið frá sér plötuna I Miss You, I Do, sem fangar hráa fegurð og persónulega söngstíl hennar. Við ræðum tónlistina, ferlið og vegferð hennar sem listamanns.