Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Til stendur að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið í síðasta lagi árið 2027. Í sambærilegum atkvæðagreiðslum annars staðar undanfarin ár hefur töluvert verið rætt um erlend afskipti, íhlutun. Hvernig er Ísland í stakk búið til að takast á við slíkt? Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur og Hulda Þórisdóttir stjórnmálafræðiprófessor ræddu það.
Stjórnvöld í Þýskalandi áforma að efla þýska herinn og jafnvel að taka upp herskyldu á nýjan leik. Ástæðan er ógnin í austri; Rússland Pútíns.
Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá þessu eftir Morgunfréttir. Hann sagði okkur líka frá umræðum um jafnréttismál sem fram fóru í íslenska sendiráðinu í Berlín á dögunum.
Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um átak í jarðhitaleit, já, það á að fara um köldu svæðin svokölluðu og finna heitt vatn til að hita hús sem nú eru kynnt með olíu eða rafmagni. Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá Ísor, ræddi við okkur.
Tónlist:
Aretha Franklin - A brand new me.
Aretha Franklin - Day dreaming.
Lale Anderson - Lili Marlene.
Lale Anderson - Südwind - Westwind.
Lale Anderson - Du Bist mein erster Gedanke.



Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Útvarpsfréttir.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þegar Hekla Magnúsdóttir komst í tæri við sitt fyrsta þeremín voru örlög hennar ráðin, enda hefur hún varla sleppt hendinni af hljóðfærinu, ef svo má segja, því leikið er á þeremín án snertingar. Það sem heillaði hana við þeremínið, þetta fyrsta rafhljóðfæri sögunnar, er að hljómur þess er svo brothættur og mannlegri fyrir vikið.
Lagalisti:
Óútgefið - Í rökkri
Sprungur - Tvö þrjú slit
Á - Heyr himna smiður
Sprungur - Tvö þrjú slit
Xiuxiuejar - The Hole
Xiuxiuejar - Ris og rof
Xiuxiuejar - Silfurrofinn
Turnar - Ókyrrð
Turnar - Var
Turnar - Gráminn

Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Aftur er lesið út æviminningum Hagalíns og í þetta sinn úr þeim köflum bókarinnar frá bernskuárum hans er fjalla um dýrin á bænum og dýrin í náttúrunni á Vestfjörðum. Frásagnarsnilld Hagalíns nýtur sín einkar vel í þessum skemmtilegu, litríku og fallegu frásögnum.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þetta er sagan af börnunum á Titanic, eða kannski frekar sögurnar, því það voru yfir hundrað börn um borð í þessu heimsfræga skipi sem átti ekki að geta sokkið - en gerði það samt. Fyrri þáttur af tveimur.
Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Athugið að efni þáttarins gæti vakið óhug og því er mælt með að foreldrar hlusti með börnum sínum.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.
Haustið 1962 réðist bandaríski hljómsveitarstjórinn William Strickland til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í þættinum verða leikin tvö verk frá tónleikum hljómsveitarinnar frá 8 nóvember það ár, Carnaval Romain op. 9 eftir Hector Berlioz og Moldau úr tónaljóðinu Föðurland mitt eftir Bedrich Smetana. Í lok þáttarins verður leikin Sinfónía op. 16 eftir bandaríska tónskáldið Henry Covell, sem hann kallaði Íslands sinfónía og tileiknaði hljómsveitarstjóranum William Strickland og í minningu landkönnuðarins Vilhjálms Stefánssonar.
Eftir þáttinn verður flutt hljóðritun af verkinu Pétur og Úlfurinn eftir Sergei Prokofieff, hljóðritað af Sinfóníuhljómsveit Íslands 1960 og gefið út á hljómplötu af hljómsveitinni það ár. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin leikur inn á hljómplötu. Sögumaður er Helga Valtýsdóttir en stjórnandi hljómsveitarinnar Dr. Válav Smetácek. Benda má á að þetta verk hafði gengið um hríð á sviði Þjóðleikhússins ásamt ævintýrinu um Dimmalimm á barnasýningum undir stjórn Victors Urbancic og var Lárus Pálsson sögumaður. Einnig má nefnda að aðldansrar í Dimmalimm var kónssonurinn dansaður af Helga Tómassyni og Guðný Freysteinsdóttir dansaði Svaninn.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpssagan Jón eftir Ófeig Sigurðsson.
Hjalti Rögnvaldsson les.
(2014)
Átjándi lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Magnús Þór Jónsson formaður KÍ kemur til okkar að ræða leiðtogafund ISTP 2025 og nýjan menntamálaráðherra.
Eiríkur Ásþór Ragnarsson, hagfræðingur búsettur í Þýskalandi, ræðir við okkur um stöðuna þar í landi og áhrifamiklar breytingar þar á stjórnarskránni sem gerir ríkinu auðveldara að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála.
Í gær sagði Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor í næringarfræði, okkur frá nýrri rannsókn sem sýnir skýr tengsl milli vestræns mataræðis hjá mæðrunum og ADHD og einhverfu hjá börnum þeirra. Við höldum umræðunni áfram með Margréti Oddnýju Leópoldsdóttur lækni og meðlim í fræðsluteymi Einhverfusamtakanna og Sigrúnu Ósk Stefánsdóttur dansara sem fékk einhverfugreiningu á fullorðinsárum.
Seinni umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands fer fram á morgun og á fimmtudag þar sem kosið verður á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild. Þau verða gestir okkar eftir átta fréttir.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.
Mikið er um vinsælar sjónvarpsþáttaraðir þessa dagana og við ætlum að rýna í þær helstu og áhrif þeirra með Ragnari Eyþórssyni, framleiðanda.



Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Steinar Berg Ísleifsson hlaut á dögunum heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir ævistarf sitt sem er langt og umfangsmikið.
Steinar var áratugum saman einn mikilvægasti maðurinn í tónlistarlífinu á Íslandi. Hann var útgefandi sem gaf út plötur með flestum helstu stjörnum íslensks tónlistarlífs: Stuðmenn, Spilverk þjóðanna, Þú og ég, HLH flokkinn og Björgvin, Laddi, Start, Jóhann Helgason, Eiríkur Hauksson, Mezzoforte, Bubbi Morthens, Utangarðsmenn, Egó, Greifarnir, Todmobile, Nýdönsk, Sálin hans Jóns míns, Bjartmar Guðlaugsson, Stjórnin, Jet Black Joe, Maus, Bang Gang, Ragga Gröndal og svo framvegis. Steinar Berg er gestur Rokklands þessa vikuna.