Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
150 ár eru í dag síðan Askja gaus. Áhrif gossins voru mikil, fjöldi bújarða varð illbyggilegur og hópur fólks af Austurlandi flutti vestur um haf. Elsa Guðný Björgvinsdóttir á Egilsstöðum sagði frá gosinu og áhrifum þess en langalangafi hennar, Gunnlaugur Snæland Jónsson var bóndi á Eiríksstöðum á Jökuldal og færði hugleiðingar um gosið í dagbók. Hún fannst óvænt fyrir rúmum 30 árum. "Allt dauðlegt hlýtur að deyja," var meðal þess sem hann skrifaði.
Á sunnudag verður heimildarmynd Óskars Gíslasonar um björgunarafrekið við Látrabjarg sýnd í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Óskar sviðsetti afrekið frá desember 1947 ásamt félögum í Björgunarfélaginu Bræðrabandinu í Rauðasandshreppi sumarið eftir og var myndin sýnd víða um Evrópu.
Í spjalli um sígilda tónlist sagði Magnús Lyngdal frá Antonin Dvorak og lék brot úr nokkrum verka hans.
Behind closed doors - Charlie Rich,
The most beautiful girl in the world - Charlie Rich,
Time out - Mezzoforte,
Hvað dreymir þig ljúfa dúfan mín - Guðrún Á. Símonar.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um eitt mannskæðasta slys í sögu Noregs. Í illviðri 27. mars 1980 hvolfdi olíuborpallinum Alexander Kielland á Norðursjó og 123 menn fórust.

Veðurstofa Íslands.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var uppistandarinn, pistlahöfundurinn, leikskáldið og grínarinn Stefán Ingvar Vigfússon. Hann byrjaði mjög ungur að skrifa og var einn þeirra sem stofnuðu sviðslistaviðburðinn Ungleik. Hann hefur framleitt og flutt sýningar, skrifað efni fyrir sjónvarp og leiksvið, skrifað pistla í fréttamiðla og er hluti af uppistandshópnum VHS. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar, smá til Danmerkur og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag, en hann frumsýnir á næstunni uppistandssýninguna Stefán Ingvar sigrar atvinnulífið.
Svo var það matarspjallið. Frú Sigurlaug Margrét kom auðvitað og í dag skoðuðum við alls konar skápa- búr- ískáps og frystikistuhreinsanir. Það eru að koma mánaðarmót og við veltum fyrir okkur hvað er hægt að elda úr því sem er til á heimilinu.
Tónlist í þættinum í dag:
Don’t Try to Fool Me / Jóhann G. Jóhannsson (Jóhann G. Jóhannsson)
Miami Memory / Alex Cameron (Alex Cameron)
The End / Salóme Katrín (Salóme Katrín)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr menntamálaráðherra, er 69 ára gamall með ríkulega lífsreynslu. Hann hefur setið á þingi fyrir Flokk fólksins síðan 2017 en svo á hann líka að baki reynslu sem er ekki auðvelt að gera skil í hefðbundinni ferilskrá. Reynslu af því að verða fyrir slysum, þurfa að reiða sig á almannatryggingakerfið og ekki síst, vinna sig aftur út í atvinnulífið eftir langa fjarveru.
Á fyrstu dögum hans sem ráðherra missteig hann sig í ræðuhöldum á ráðstefnu en mætti gríðarlega mikils stuðnings fyrir vikið. Umsjón: Þóra Tómasdóttir

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.

Útvarpsfréttir.

Falsanir og svikahrappar eru ekki einungis vinsælt viðfangsefni bókmennta heldur lita svik og prettir einnig útgáfusögu bókmennta. Alltaf koma við og við upp hneyksli þar sem höfundar verka verða uppvísir að því að hafa villt á sér heimildir. Slík mál vekja oft upp athyglisverðar spurningar um skáldskap og hlutverk höfunda.
Falsanir spretta upp af ákveðnu sögulegu samhengi og því skiptir forsaga þeirra miklu máli. Falsarar nýta sér þær hefðir sem fyrir eru og spila inn á væntingar viðtakenda. Líkt og satíran varpa falsanir því ljósi á einkenni einstakra bókmenntagreina og tímabila í bókmenntasögunni. Í þáttunum verða raktar frásagnir af nokkrum fölsunum í bókmenntaheiminum, litið á sögulegt samhengi og því velt upp hvort þessar falsanir segi okkur eitthvað um bókmenntir síns tíma. Lesari í þættinum: Vigdís Másdóttir
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir´
(2012)
Í fjórða þætti verður sjónum beint að Íslandi og nokkrum falsanamálum sem haft hafa áhrif á bókmenntaheiminn hér á landi. Þar verður dvergvaxinn eskimói og hrekkjóttir blaðamenn í aðalhlutverki en Jónas Hallgrímsson og Guðbergur Bergsson koma einnig lítillega við sögu.

Útvarpsfréttir.

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er platan 52nd Street með bandaríska tónlistarmanninum Billy Joel.
Platan kom út árið 1978 og var metsöluplata. Hún inniheldur níu lög og á henni freistaði píanómaðurinn Joel þess að fara nýjar leiðir og fékk t.d. til liðs við sig fjölda djasstónlistarmanna og útsetjara. Platan fékk m.a. Grammy verðlaun sem plata ársins.
Hlið 1:
Big Shot
Honesty
My life
Zansibar
Hlið 2:
Stiletto
Rosalinda”s eyes
Half a mile away
Until the night
52nd Street
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Brot úr Morgunvaktinni.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Lögin sem eru leikin í þessum þætti eru Geno með Dexy's Midnight Runners, To Cut A Long Story Short með Spandau Ballet, Ashes To Ashes með David Bowie, The Winner Takes It All með Abba, Over You með Roxy Music, Master Blaster Jammin' með Stevie Wonder, Shake Your Talefeather með Ray Charles & Blues Brothers, Ride Like The Wind með Christopher Cross, Call Me með Blondie og The Rose með Bette Midler.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Falsanir og svikahrappar eru ekki einungis vinsælt viðfangsefni bókmennta heldur lita svik og prettir einnig útgáfusögu bókmennta. Alltaf koma við og við upp hneyksli þar sem höfundar verka verða uppvísir að því að hafa villt á sér heimildir. Slík mál vekja oft upp athyglisverðar spurningar um skáldskap og hlutverk höfunda.
Falsanir spretta upp af ákveðnu sögulegu samhengi og því skiptir forsaga þeirra miklu máli. Falsarar nýta sér þær hefðir sem fyrir eru og spila inn á væntingar viðtakenda. Líkt og satíran varpa falsanir því ljósi á einkenni einstakra bókmenntagreina og tímabila í bókmenntasögunni. Í þáttunum verða raktar frásagnir af nokkrum fölsunum í bókmenntaheiminum, litið á sögulegt samhengi og því velt upp hvort þessar falsanir segi okkur eitthvað um bókmenntir síns tíma. Lesari í þættinum: Vigdís Másdóttir
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir´
(2012)
Í fjórða þætti verður sjónum beint að Íslandi og nokkrum falsanamálum sem haft hafa áhrif á bókmenntaheiminn hér á landi. Þar verður dvergvaxinn eskimói og hrekkjóttir blaðamenn í aðalhlutverki en Jónas Hallgrímsson og Guðbergur Bergsson koma einnig lítillega við sögu.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpssagan Jón eftir Ófeig Sigurðsson.
Hjalti Rögnvaldsson les.
(2014)
Tuttugasti lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var uppistandarinn, pistlahöfundurinn, leikskáldið og grínarinn Stefán Ingvar Vigfússon. Hann byrjaði mjög ungur að skrifa og var einn þeirra sem stofnuðu sviðslistaviðburðinn Ungleik. Hann hefur framleitt og flutt sýningar, skrifað efni fyrir sjónvarp og leiksvið, skrifað pistla í fréttamiðla og er hluti af uppistandshópnum VHS. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar, smá til Danmerkur og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag, en hann frumsýnir á næstunni uppistandssýninguna Stefán Ingvar sigrar atvinnulífið.
Svo var það matarspjallið. Frú Sigurlaug Margrét kom auðvitað og í dag skoðuðum við alls konar skápa- búr- ískáps og frystikistuhreinsanir. Það eru að koma mánaðarmót og við veltum fyrir okkur hvað er hægt að elda úr því sem er til á heimilinu.
Tónlist í þættinum í dag:
Don’t Try to Fool Me / Jóhann G. Jóhannsson (Jóhann G. Jóhannsson)
Miami Memory / Alex Cameron (Alex Cameron)
The End / Salóme Katrín (Salóme Katrín)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Sigfús Ólafur Helgason verður á línunni frá Hull í upphafi þáttar en hann er þar ásamt rúmlega fjörutíu manna hópi frá Akureyri sem á það sameiginlegt að hafa stundað sjómennsku.
Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni, heldur í dag erindi á degi verkfræðinnar um fjármögnun stærri verkefna með gjaldtöku þar sem fjallað verður til dæmis um Ölfusárbrú og Sundabraut. Við ræðum þau mál við hann.
Pétur H. Ármannsson, sviðstjóri og arkitekt hjá Minjastofnun, ræðir við okkur um frumvarp sem rætt var á þingi í gær um breytingar á lögum um menningarminjar.
Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í gær, njósnir vera stundaðar á Íslandi, meðal annars af Kínverjum. Það hafi verið viðkvæmt umræðuefni en tímabært sé að opna á það. Við ræðum samband Íslands og Kína við Geir Sigurðsson prófessor í kínverskum fræðum.
Fréttir vikunnar eru á sínum stað. Aðalsteinn Kjartansson aðstoðarritstjóri Heimildarinnnar og Þórhildur Þorkels framkvæmdastjóri ráðgjafa- og samskiptafyrirtækisins Brúar Strategy koma til okkar.

Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 á föstudögum.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Það var heldur betur galsi og gleði í Hjartagosum þennan morguninn. Sögubækurnar voru opnaðar og niðurstaðan var að við íslendingar höfum ekkert alltaf verið gott fólk. Hr. Eydís og Erna Hrönn komu í heimsókn og trylltu líðinn með því að spila WHAM! lagið Freedome í beinni. Lagalisti fólksins var helgaður níunda áratugnum.
Lagalisti þáttarins:
START - Seinna Meir.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS, SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Ég þekki þig.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
Blondie - Rapture.
Bridges, Leon - Laredo.
MGMT - Time To Pretend.
Adele - Send My Love (To Your New Lover).
STUÐMENN - Vorið.
EMILÍANA TORRINI - Unemployed In The Summertime.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Þó Líði Ár Og Öld.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
Young, Lola - Messy.
Mono Town - The Wolf.
IGGY POP - The Passenger.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
PHARCYDE - Drop.
ELVIS PRESLEY - Suspicious Minds.
JET BLACK JOE - Summer is gone.
LOVERBOY - Turn Me Loose.
HALL & OATES - Maneater.
BARAFLOKKURINN - Its all planned.
TEARS FOR FEARS - Mad World.
Fjötrar Hljómsveit - Hvítflibbar.
ABC - All Of My Heart.
DAVID BOWIE - Modern Love.
HEMMI GUNN - Út Á Gólfið.
PÁLMI GUNNARSSON - Vinur minn missti vitið (LP).

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Matthías Már og Ólafur Páll spila alla helstu smeillina og öll hin lögin líka
Hárrétt blanda til að koma hlustendum inn í helgina.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Síðdegisútvarpið á föstudögum er í eilítið annari útgáfu en þá tekur Friðrik Ómar um stjórnartaumana. Þau Gunna Dís stýra þætti dagsins.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.


Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Hellingur af allskonar funheitu nýmeti verður dregið upp úr plötukössunum, ásamt því að við tökum púlsinn á danssenunni. Geggjuð þrenna verður svo sett í loftið sem geymir endurhljóðblandanir frá þýska dúóinu Hardfloor frá tíunda áratugnum þegar þeir voru alheitustu remixarar danstónlistarinnar. Dj Grétar er síðan plötusnúður kvöldsins og mun hann sjá um að læða inn múmíum kvöldsins þar sem hann fer um víðan völl í tímalínunni.
Klassískt og nýlegt í bland. Dansþáttur þjóðarinnar verður ekki strangheiðarlegri en þetta.