08:05
Fram og til baka
Erna sagði já!
Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Erna Hrönn söngkona, táknmálsfræðingur og fjölmiðlakona var gestur Felix í fimmunni í Fram og til baka. Hún sagði okkur af mikilvægustu já-unum í lífinu sem voru allt frá því að fá að komast í söngnám níu ára og yfir í jáið sem hún fékk frá Virk árið 2019, þá algjörlega búin á sál og líkama.

Síðan kom menntaskólaneminn Heimir Árni Erlendsson úr Landeyjunum en hann sló í gegn í Gettu betur með liði FSu. Heimir Árni er líka mikill Eurovision aðdáandi og sagði okkur af uppáhaldslögunum sínum í keppninni í ár

Var aðgengilegt til 24. mars 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,