15:03
Bara bækur
Queer Situations, hinsegin fræði og Herbergi Giovanni
Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Efni þáttarins í dag er hinsegin, í brennidepli eru hinsegin bókmenntir og fræði. Splunkuný bókmenntahátíð, Queer Situations, setti svip sinn á vikuna sem leið. Á þessari stuttu hátíð var stórglæsileg dagskrá sem ég ætla að reyna að gera sem mest skil í þessum þætti og eitthvað í komandi þáttum. Hingað komu nokkur þeirra sem þykja mest spennandi rithöfundar hinsegin bókmenntasenu samtímans á vesturlöndum, t.a.m. Maggie Nelson og Ia Genberg. Höfundarnir sátu fyrir svörum, lásu upp og röbbuðu við gesti. Við mælum aðeins hitastigið á upphafi hátíðar. Og svo verður líka fjallað um risa í bandarískum hinsegin bókmenntum á 20. öld, James Baldwin. Fyrsta íslenska þýðingin á verkum hans er komin út, það er hans þekktasta skáldsaga, Giovanni’s Room eða Herbergi Giovanni eins og hún heitir í glæsilegri þýðingu Þorvaldar Kristinssonar.

Viðmælendur: Sólveig Ásta Sigurðardóttir, Unnur Steina K. Karls og Þorvaldur Kristinsson

Lesarar: Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (eigin ljóð) og Felix Bergsson (úr Herbergi Giovanni)

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,