Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um þýska saksóknarann Fritz Bauer, sem átti stóran þátt í að 22 fyrrum starfsmenn útrýmingarbúða nasista í Auschwitz voru sóttir til saka í Frankfurt 1963.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínilplata vikunnar að þessu sinni er safnplatan Söngvar frá Íslandi sem gefinn var út af Íslenskum tónum árið 1960 og inniheldur samtals 26 lög á tveimur vínilplötum. Plöturnar innihalda einsöngs- og kórlög af ýmsum toga, sem áður höfðu komið út á 78 og 45 snúninga plötum hjá útgáfunni auk laga sem ekki höfðu áður verið gefin út.
Í þessum þætti verður seinni plötunni af tveimur gerð skil.
Fyrsta lag á A-hlið plötunnar er lagið Ég lít í anda liðna tíð, lag Sigvalda Kaldalóns við ljóð Huldu og það er Magnús Jónsson sem syngur við undirleik Fritz Weisshappel. Hann leikur raunar undir í næstu fjórum lögum sömuleiðis. Næsta lag er sungið af Guðrúnu Á. Símonar en það er lagið Nafnið eftir Árna Thorsteinsson við ljóð Steingríms Thorsteinssonar. Í dag skein sól eftir Pál Ísólfsson og aftur ljóð eftir Steingrím Thorsteinsson er þriðja lag plötunnar og þar syngur Kristinn Hallsson með sinni fallegu bassaröddu. Fjórða lagið er Sólskríkjan í flutningi Þuríðar Pálsdóttur, lagið eftir Jón Laxdal og ljóðið eftir Þorstein Erlingsson. Þá er komið að Þorsteini Hannessyni sem syngur um Fegurstu rósina í dalnum, lag Árna Thorsteinssonar. Þjóðlagið Vor í dal hljómar þessu næst í flutningi Daníels Þórhallssonar með Karlakórnum Vísi frá Siglufirði. Stjórnandi er Þormóður Eyjólfsson og undirleikari Emil Thoroddsen. Sjöunda og síðasta lag fyrri hliðar plötunnar er lagið Það er svo margt eftir Inga T. Lárusson við ljóð Einars E. Sæmundssonar. Það er Sigurður Ólafsson sem syngir við undirleik Carls Billich.
B-hlið plötunnar byrjar á því að við heyrum Tígulkvartettinn flytja lagið Sveinki káti eftir Sigvalda Kaldalóns, stjórnandi og undirleikari er Jan Morávek. Þar á eftir heyrum við Sigfús Halldórsson leika og syngja eigið lag við ljóð Tómasar Guðmundssonar, við Vatnsmýrina. Þriðja lagið er úr óperettunni Í álögum eftir Sigurður Þórðarson og Dagfinn Sveinbjörnsson, en þar syngur Guðmundur Jónsson lagið Kom ég upp í Kvíslarskarð ásamt hljómsveit undir stjórn Victors Urbancic. Fjórða lagið er síðan flutt af Blönduðum kór Hábæjarkirkju. Stjórnandi kórsins er Sigurbjartur Guðjónsson organisti. Það er þjóðlagið Vorið er komið sem kórinn flytur á plötunni. Fimmta lagið á þessari hlið er síðan Söngur bláu nunnanna eftir Pál Ísólfsson við ljóð Davíðs Stefánssonar, flutt af Maríu Markan við undirleik Fritz Weisshappel. Kristinn Hallsson syngur því næst lagið Nótt eftir Árna Thorsteinssonar við ljóð Magnúsar Gíslasonar, og enn og aftur er það Fritz Weisshappel sem leikur undir. Lokalag plötunnar er síðan hið einstaka lag og ljóð Ég bið að heilsa eftir Inga T. Lárusson við ljóð þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Það er Tígulkvartettinn sem flytur en um stjórn og undirleik sér Jan Morávek.
Umsjón: Stefán Eiríksson.
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurstofa Íslands.
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Í byrjun 20. aldar létu margir íslenskir sveitapiltar sig dreyma um að verða skáld og skrifa fyrir heiminn. Og nokkrir þeirra fluttu til Danmerkur og urðu höfundar á dönsku. Sumur öfluðu sér frægðar, aðrir féllu í gleymsku.
Rætt við Jón Yngva Jóhannsson og Svein Einarsson.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins og Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins ræða fréttir vikunnar.
Umræður vikunnar fjölluðu meðal annars um deilur um þingflokksherbergi, stefnuræðu forsætisráðherra, þingmálalista ríkisstjórnarinnar, frumvarp umhverfisráðherra um breytingar á raforkulögum, borgarmál í Reykjavík, ofbeldi meðal barna í Breiðholtsskóla og kjör ræstingafólks hér á landi.
Útvarpsfréttir.
Varaformaður stéttafélagsins Einingar- Iðju segir að starfsfólki ræstingarfyrirtækja hafi verið hótað uppsögnum samþykki það ekki launalækkanir. Tugir hafi leitað til stéttafélagsins vegna þessa.
Forseti Úkraínu ítrekaði í dag að Úkraínumenn skyldu fengnir að borðinu í hvers kyns friðarviðræðum um land þeirra. Hann segir ljóst að Evrópa geti ekki treyst á Bandaríkin og verði að stofna sameiginlegan og fjölþjóðlegan her.
Formaður Neytendasamtakanna hefur litla trú á hugmyndum um sameiningu Arion banka og Íslandsbanka, enda sé samkeppni á bankamarkaði svo gott sem engin, og því standist það enga skoðun að ætla að draga enn frekar úr henni.
Hamas-samtökin á Gaza slepptu þremur gíslum í morgun eins og fyrirhugað var og því heldur vopnahléð við Ísraela enn. Samkomulaginu var teflt í tvísýnu á mánudag þegar Hamas sakaði Ísraela um vanefndir og neituðu að sleppa fleiri gíslum.
Framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi segir fjármögnun alþjóðlegs hjálparstarfs í uppnámi vegna ákvörðunar Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um lokun Þróunarsamvinnustofnunar landsins.
Hvalur hf. leggst gegn rannsókn Rastar í Hvalfirði, en Röst hefur óskað eftir leyfi til að dæla 30 tonnum af vítissóda í sjóinn þar í sumar. Hafrannsóknarstofnun mælir aftur á móti með því að rannsóknarleyfi verði veitt.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Joensen, Hansen, Jacobsen og Olsen voru algengustu ættar- eða eftirnöfnin í Færeyjum fyrir tíu árum. Núna er þetta að breytast og Færeyingar farnir að gera miklu meira af því að kenna sig við heimahagana. Eða gera eins og Íslendingar og kenna sig við foreldra sína og enda nöfnin á -son eða -dóttir. Við ræðum þessar breytingar við Hönnu í Horni, sendiherra Færeyja á Íslandi, Elsbu Danjálsdóttur, sem vinnur í sendiráðinu, og Pál Björnsson sagnfræðing.
Svo fjöllum við um Indland, sem stefnir að því að verða stórveldi 21. aldarinnar. Mikilvægi Indlands alþjóðlega er að aukast og til marks um það var Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, með þeim fyrstu sem Trump Bandaríkjaforseti bauð til sín í Hvíta húsið. En það bíða margar áskoranir heima fyrir þrátt fyrir mikinn uppgang í efnahagslífinu síðustu ár. Við ætlum að fjalla um hvaða leiðir Indverjar geta farið til að þess að verða eitt af farsælustu stórveldum 21. aldarinnar.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Sigrún Gyða Sveinsdóttir lærði söng og tónsmíðar og notar þá þekkingu og reynslu í myndlist; semur verk sem eru á mörkum myndlistar og tónlistar. Dæmi um það er óperan Skjóta sem fjallar um fótbolta og loftslagsbreytingar.
Lagalisti
Óútgefið - Mið, tími hinnar forsjálu þagnar
Óútgefið - Draumur kóða 64.141764, -21.870164
Óútgefið - But Now I’m underwater
Night Time Transmissions - Flock performs "Melisma X" (featuring The Soloist)
Óútgefið - Skjóta
![Laugardagslistinn](/spilari/DarkGray_image.png)
Tónlist úr ýmsum áttum
Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér að útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang að útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.
Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.
Umsjón: Vernharður Linnet
4. þáttur.
Earl Hines gerði píanóið að nútímadjasshljóðfæri er hann hljóðritaði með Hot Five Louis Armstrongs 1928. Hann stjórnaði líka frábærri stórsveit á millistríðsárunum, sem nú er mörgum gleymd, og undir lokin voru menn á borð við Charlie Parker í sveitinni og söngvarinn Billy Eckstein. Í þessum þætti heyrum við margar bestu hljóðritanir Earl Hines stórsveitarinnar frá 1929 til 1942.
![Síðdegisfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
![Bara bækur](/spilari/DarkGray_image.png)
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
„Frumtextinn er ótrúr þýðingunni,“ sagði argentínski rithöfundinum Jorge Luis Borges og með þessum fáu orðum sneri Borges á hvolf hinni hefðbundnu vestrænu túlkun eða viðhorfi til þýðinga; um að þýðing sé aukaafurð frumtexta, sem stendur óæðri frammi fyrir frummynd
sinni eða í versta falli er hrein svik. Þýðing getur á margan hátt öðlast sjálfstætt líf og verið sköpunarverk útaf fyrir sig og frumtextinn krefst einskis af henni. Frumtexti og frumleiki á annað borð er ekki sjálfgefið einhver heilög snilld. Stundum er miðlunin skýrari. Orð Borges minna okkur að minnsta kosti á mikilvægi þýðinga og ritlistarinnar sem býr í þeim.
Þáttur dagsins er helgaður nokkrum íslenskum þýðingum sem komið hafa út á undanförnum mánuðum. Það styttist í afhendingu íslensku þýðingarverðlaunanna þar sem fjöldi góðra texta er tilnefndur. En hér í þessum þætti; Tókýó-Montana hraðlestin eftir Richard Brautigan, Byrgi Franz Kafka og samband manna og kolkrabba í skáldsögunni Ótrúlega skynugar skepnur eftir Shelby Van Pelt.
Viðmælendur: Ástráður Eysteinsson, Þórður Sævar Jónsson og Salvör Ísberg
Lestur: Ástráður Eysteinsson og Ari Páll Karlsson
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Roland, Walter, White, Josh - I believe I'll make a change.
Stórsveit Reykjavíkur - Strúktúr.
KK, Sálgæslan Hljómsveit - Batnandi mönnum er best að lifa.
Wright, Lizz - Stars fell on Alabama.
Coltrane, John - Love.
Samúel Jón Samúelsson Big Band - Afrerica.
Hartman, Johnny - It was almost like a song.
James, Elmore - Sunnyland.
![Kvöldfréttir útvarps](/spilari/DarkGray_image.png)
Fréttir
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um þýska saksóknarann Fritz Bauer, sem átti stóran þátt í að 22 fyrrum starfsmenn útrýmingarbúða nasista í Auschwitz voru sóttir til saka í Frankfurt 1963.
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfregnir kl. 18:50.
![Sveifludansar](/spilari/DarkGray_image.png)
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Kvintett Gianni Basso og Fabrizio Bosso flytja lögin In A Sentimental Mood, You Don't Know What Love Is, Nancy, Mr. P.C., Blue Train og Some Other Blues. Trompetleikararnir Enrico Rava og Paolo Fresu flytja lögin My Funny Valentine, Doodlin', Retrato em branco e preto, Doxy, You Can't Go Home Again og Line For Lyons. Kvartett Francesco Cafiso leikur lögin Yesterdays, Skylark, Milestones og Seven Steps To Heaven.
Átta þátta röð um eyjuna sem minni í bókmenntasögu Vesturlanda. hefst í dag. Fjallað um forvitnilegra eyjar í vestrænum bókmenntum og
rýnt í það líf sem þar er lifað.
Umsjónarmaður er Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Amardóttir.
(1997)
Í þættinum er fjallað um skáldsöguna „Die Insel" eftir þýska skáldið Friedrich L. Stolberg og fleiri þýsk rit
![Fréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfregnir kl. 22:05.
![Litla flugan](/spilari/DarkGray_image.png)
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Þetta er síðasti þáttur Litlu flugunnar að sinni og hún er meyr á tímamótum, dregur fram ýmsar dýrmætar uppáhaldshljóðritanir úr safnkjallara Ríkisútvarpsins. Fyrst jólalög: Hljómsveit Björns R. Einarssonar blæs Hvít jól og Þuríður Sigurðardóttir syngur Jólin allsstaðar með hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson leikur These foolish things í gamalli hljóðritun frá 1958 og Bjössabandið leikur og syngur syrpu af danslögum í útvarpssal við Austurvöll árið 1952, með kynningu Jóns Múla Árnasonar. Haukur Morthens syngur sjaldheyrða útgáfu af lagi sínu Ó, borg mín borg og Ingibjörg Þorbergs slær botninn í þáttinn með laginu góða Á morgun. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins og Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins ræða fréttir vikunnar.
Umræður vikunnar fjölluðu meðal annars um deilur um þingflokksherbergi, stefnuræðu forsætisráðherra, þingmálalista ríkisstjórnarinnar, frumvarp umhverfisráðherra um breytingar á raforkulögum, borgarmál í Reykjavík, ofbeldi meðal barna í Breiðholtsskóla og kjör ræstingafólks hér á landi.
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
![Morguntónar](/spilari/DarkGray_image.png)
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins, Gísli Rafn Ólafsson, þekkir hamfarir vel eftir áratuga starf í hjálparstarfi. Hann segir okkur af fimm atburðum sem breyttu lífi hans og sagan berst frá Asíu til karabíska hafsins og Afríku
svo spilum við brot úr lögunum sem keppa í Söngvakeppninni í kvöld.
Gísli Marteinn Baldursson leiðir hlustendur inn í laugardaginn, tekur stöðuna á fólki og fréttum, spilar góða tónlist og fær til sín vel valda gesti.
Gísli Marteinn fékk Sóleyju Tómasdóttur til sín spjall dagsins.
Lagalistinn:
10:00
Nýdönsk og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir - Er hann sá rétti?.
SÍÐAN SKEIN SÓL - Halló, Ég Elska Þig.
STEBBI OG EYFI - Góða Ferð.
BRIMKLÓ - Eitt Lag Enn.
Halli og Laddi - Gibba gibb.
Þursaflokkurinn - Sérfræðingar segja.
Bassi Maraj og Krabba Mane - Áslaug Arna.
PRINS PÓLÓ - Tipp Topp.
Paradís - Rabbits.
STRAX - Look Me In The Eye.
Isadóra Bjarkardóttir Barney - Stærra.
JOHN GRANT - GMF (Radio edit).
Bubbi Morthens - Límdu saman heiminn minn.
11:00
Króli og JóiPé - Ósagt Ósatt (ásamt. Hipsumhaps).
Fjörefni - Dansað á dekki.
TODMOBILE - Stúlkan.
Teach-In - Ding-a-dong.
FLOTT - Hún ógnar mér.
FM Belfast - Underwear.
Birnir - Spurningar (ft. Páll Óskar).
Útvarpsfréttir.
Varaformaður stéttafélagsins Einingar- Iðju segir að starfsfólki ræstingarfyrirtækja hafi verið hótað uppsögnum samþykki það ekki launalækkanir. Tugir hafi leitað til stéttafélagsins vegna þessa.
Forseti Úkraínu ítrekaði í dag að Úkraínumenn skyldu fengnir að borðinu í hvers kyns friðarviðræðum um land þeirra. Hann segir ljóst að Evrópa geti ekki treyst á Bandaríkin og verði að stofna sameiginlegan og fjölþjóðlegan her.
Formaður Neytendasamtakanna hefur litla trú á hugmyndum um sameiningu Arion banka og Íslandsbanka, enda sé samkeppni á bankamarkaði svo gott sem engin, og því standist það enga skoðun að ætla að draga enn frekar úr henni.
Hamas-samtökin á Gaza slepptu þremur gíslum í morgun eins og fyrirhugað var og því heldur vopnahléð við Ísraela enn. Samkomulaginu var teflt í tvísýnu á mánudag þegar Hamas sakaði Ísraela um vanefndir og neituðu að sleppa fleiri gíslum.
Framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi segir fjármögnun alþjóðlegs hjálparstarfs í uppnámi vegna ákvörðunar Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um lokun Þróunarsamvinnustofnunar landsins.
Hvalur hf. leggst gegn rannsókn Rastar í Hvalfirði, en Röst hefur óskað eftir leyfi til að dæla 30 tonnum af vítissóda í sjóinn þar í sumar. Hafrannsóknarstofnun mælir aftur á móti með því að rannsóknarleyfi verði veitt.
![Helgarútgáfan](/spilari/DarkGray_image.png)
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.
![Síðdegisfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
![Smellur](/spilari/DarkGray_image.png)
Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
![Kvöldfréttir útvarps](/spilari/DarkGray_image.png)
Fréttir
![Vinsældalisti Rásar 2](/spilari/DarkGray_image.png)
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
![Sjónvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Fréttastofa RÚV.
![Lagalistinn](/spilari/DarkGray_image.png)
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum lög sem viðmælendur koma með sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Leik, söng og iðnaðarkonan Katla Njálsdóttir kíkir til okkar í lagalistann með fullt af lögum, sögum og góðgæti til að tala um.
![Næturvaktin](/spilari/DarkGray_image.png)
Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
![Fréttir](/spilari/DarkGray_image.png)