07:03
Morgunvaktin
Heimsglugginn, heimilisofbeldi og Hallgrímskirkja
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Gylfi Ólafsson sagði okkur frá Fossavatnsgöngunni, sem fer fram á laugardaginn. Gangan er elsta skíðagöngumót Íslands.

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Tollamálin voru rædd, sömuleiðis kosningar framundan í bæði Kanada og Ástralíu og ný ríkisstjórn í Þýskalandi.

Heimilisfriður er meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Þar starfar Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur, og hann sagði frá starfseminni. Hátt í 300 manns koma þangað nýir á hverju ári, og meðferðin hefur gagnast vel.

Í síðasta hluta þáttarins kom til okkar Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur, og ræddi um Hallgrímskirkju og lestur Passíusálmanna þar á föstudaginn langa.

Tónlist:

Benjamín Gísli Tríó - Line of Thought.

Benjamín Gísli Tríó - Simba.

Benjamín Gísli Tríó - Rökkur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,