10:15
Orðin sem við skiljum ekki
Stærsta eldfjallið
Orðin sem við skiljum ekki

Orð geta verið stór og orð geta verið smá. Þau geta verið nógu kraftmikil til að skapa heilan heim og þau geta verið svo hversdagsleg að við tökum ekki einu sinni eftir þeim. Orð geta líka verið svo umfangsmikil að það tekur heilu kynslóðirnar að skilja þau til hlítar. Þetta eru orðin sem við skiljum ekki.

Í bókinni Um tímann og vatnið fjallar Andri Snær Magnason um þær grundvallarbreytingar sem munu verða á mannlífi og jarðlífi á næstu hundrað árum vegna hnattrænnar hlýnunar. Þessar breytingar eru „flóknari en flest það sem hugurinn er vanur að fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið.“ Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Þorvaldur S. Helgason fjallar um tímann og vatnið, kafar dýpra í helstu umfjöllunarefni bókarinnar og ræðir við vísindamennina, heimspekingana og aðgerðasinnana sem hafa helgað líf sitt því að rannsaka málefni sem eru stærri og flóknari en orð fá lýst.

Umsjón: Þorvaldur S. Helgason

Tónlist: Högni Egilsson.

Sérstakar þakkir: Andri Snær Magnason

Eldgos og jarðhræringar eru svo til einu atburðirnir þar sem við mannfólk finnum á eigin skinni fyrir jarð- og eldvirkninni sem kraumar undir fótum okkar. En þótt eldsumbrot eins og það sem nú á sér stað í Geldingadölum sé hrikalegt sjónarspil sem lætur mann finna til smæðar sinnar gagnvart náttúrunni þá er mikilvægt að minna sig á að jafnvel slíkar náttúruhamfarir blikna í samanburði við þá eldvirkni sem mannkynið hefur leyst úr læðingi.

Í öðrum þætti seríunnar Orðin sem við skiljum ekki, sem byggð er á bók Andra Snæs Magnasonar Um tímann og vatnið, fjallar Þorvaldur S. Helgason um mannöldina og það hvernig kolefnislosun mannkynsins hefur vaxið svo hratt á undanförnum áratugum að hún jafnast nú á við allt að 25.000 Geldingadalagos á degi hverjum. Viðmælendur þáttarins eru Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, og Tinna Hallgrímsdóttir, varaformaður Ungra umhverfissinna.

Umsjón: Þorvaldur S. Helgason.

Tónlist: Högni Egilsson.

Upplestur: Jóhannes Ólafsson.

Sérstakar þakkir: Andri Snær Magnason.

Var aðgengilegt til 17. apríl 2022.
Lengd: 40 mín.
,