ok

Kastljós

Brottnámsmál, Hassan Shahin og samfélagsmiðlatengdar uppákomur

Við ræðum í þætti kvöldsins mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin fyrir helgi og framseld til Noregs þar sem hún hefur verið ákærð fyrir barnsrán. Edda fór í óleyfi með syni sína frá Noregi, þar sem þeir bjuggu hjá íslenskum föður sem fór einn með forræði yfir þeim eftir að Edda braut gegn umgengnissamningi. Við tölum við Þyrí Steingrímsdóttir lögmann um málið og önnur sambærileg.

Fyrir sex árum kom Hassan Shahin til Íslands staðráðinn í að skapa sér betra líf. Það hefur hann svo sannarlega náð að gera enda unnið hörðum höndum að því að koma sér inn í samfélagið. Við heyrðum sögu hans.

Unglingsstúlkur í uppnámi við opnun tískuverslunar í Kringlunni, múgæslingur í Krónunni þegar nýtt snyrtivörumerki var sett í sölu - þetta eru raunverulegar fyrirsagnir úr nýlegum fréttum af fyrirbæri sem við ræðum við þau Álfgrím Aðalsteinsson, sviðslistanema og samfélagsmiðlastjörnu og Nínu Richter blaðamann.

Frumsýnt

4. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,